Um Neat hreingerningarvörurnar

Það gleður okkur að kynna til sögunnar hinar vellyktandi Neat hreingerningarvörurnar sem lentu í hillum hjá okkur undir lok síðasta árs.

smelltu á myndina til að skoða Neat

Neat er:

  • umhverfisvænt hreingerningarefni/þykkni með góða virkni og hjálpar til við að minnka plastnotkun og kolefnisfótspor.
  • er flutt á milli landa án þess að vera með ónauðsynlegt útþynningarefni, m.ö.o vatn, en þeir hreingerningarlegir sem fluttir eru tilbúnir til landsins eru u.þ.b 90% vatn.
  • án allra litarefna. Afhverju eru annars hreingerningarlegir oft bleikir eða bláir?
  • einfaldlega þynnt út með kranavatni.
  • blandað og pakkað í Bretlandi.
  • vegan og ekki prófað á dýrum.

Þú færð Neat sem startpakkningu eða sem staka áfyllingaflösku.

Startpakkarnir innihalda margnota álflösku með góðum úðahaus og litla 30 ml. glerflösku sem inniheldur hreingerningarþykknið. Þykkninu hellirðu svo í álflöskuna og bætir um 470 ml. af íslensku kranavatni út í og ert þá komin með 500 ml. af umhverfisvænum hreingerningarlegi og getur farið eins og stormsveipur yfir svæðin sem þú ætlar að þrífa.

Startpakkarnir eru fimm talsins með mismunandi áherslur á þrifasvæði og ilmum og þar af eru þrír með 99% bakteríudrepandi eiginleika. 

  • Baðherbergishreinsir með salvíu og myntu. Hentugur á vaskinn, borðplötuna, baðkarið, klósettskálina. 99% bakteríudrepandi. sjá nánar hér.
  • Gler- og speglahreinsir með ferskum yuzu sitrusilmi. 99% bakteríudrepandi. sjá nánar hér.
  • Fjölhreinsir* með mangó og fíkjuilm. Hentar sérstaklega vel á alla snertifleti eins og hurðahúna og slökkvara þar sem hann er 99% bakteríudrepandi. sjá nánar hér.
  • Fjölhreinsir* með grape og ylang ylang. sjá nánar hér.
  • Fjölhreinsir* með sjávargrasa og lótusilm. sjá nánar hér.

*Fjölhreinsirinn hentar á flest allt yfirborð, þar með talið tré, gler, stál, flísar, fægðan stein, granít og marmara. Hann hentar ekki fyrir ómeðhöndlaðan stein, granít eða marmara. (höfum þó notaða hann með mjög góðum árangri á grófar flísar fyrir ofan eldavél m.a. til að ná af tómatslettum) Mælt er með því að prófa hreinsinn á litlum fleti fyrir notkun.

Áfyllingarflöskuna er jafnframt hægt að kaupa eina og sér og nota þá brúsa sem til eru á heimilinu eða til að fylla á álflöskuna þegar hún tæmist. 

 

Áfyllingarflöskurnar eru hins vegar sex. Fimm sem ríma við startpakkana og sú sjötta inniheldur ilmefnalaust hreingerningarþykkni.

Neat virkar svona:

Einfalt ekki satt?

 

Um umbúðirnar.

Startpakkarnir og áfyllingarefnið koma í pappaumbúðum sem flokkast sem slíkar. Álflaskan er sílikon húðuð sem gerir það að verkum að gott er að halda á henni þar sem hún er stöm og rennur síður úr höndunum á þér. Mislitur botninn á flöskunni er sömuleiðis með sílikoni sem gerir flöskuna enn stöðugri þegar þú leggur hana frá þér og liturinn gefur til kynna hvaða efni er hverri flösku en svo má líka bara lesa það þar sem það stendur á flöskunni. Í startpakkanum er jafnframt glerflaska með skrúfuðum áltappa. 

Neat vörurnar innihalda ekki: Litarefni, paraben, fosfór, ammoniak, bleikiefni, súlfat

Vekjum þó athygli á því að umgangast skal þykknið með fyllstu varúð þangað til búið er að blanda það með vatni.

Smelltu hér til að skoða Neat.


Eldri færslur Yngri færslur