Sápusegull

Sápusegull er ný vara í vefverslun okkar sem gerir notkun á handsápustykkjum nú enn snyrtilegri en áður.

Sápusegullinn samanstendur af tveimur hlutum og er afar einfaldur í notkun. Þú festir sogskálina við hreinan og sléttan flöt eins og í vaskinum, sturtunni eða baðkarinu. Setur síðan kringlótta járnstykkið í sápuna og smellir þar næst á sogskálina þar sem segullinn er. Ef sápan er mjög hörð er ráðlagt að leggja hana á rakan klút í 1-2 klst. til að mýkja hana aðeins upp og setja síðan kringlótta stykkið í sápuna og leyfa sápunni að þorna aftur. 

Sápusegullin kemur í tveimur stærðum. Lítill sem heldur allt að 150 gr. sápu en hefðbundin handsápa er gjarnan í kringum 100 gr. og stór sem heldur allt að 250 gr. Uppþvottasápukubbarnir okkar eru á bilinu 215-250 gr. að þyngd. 

Enn sem komið er er hægt er að fá litla í tveimur útfærslum; einn í pakka eða þrjá saman og stóra einan og sér. 

 Umbúðirnar utan um sápusegulinn eru úr endurunnum pappír og flokkast sem pappír.

Framleitt í Þýskalandi.


Eldri færslur Yngri færslur