Lovett Sundries - nýtt merki

Við kynnum til sögunnar nýtt vörumerki Lovett Sundries.

Lovett Sundries er lítið fjölskyldufyrirtæki í Pittsburg í Pennsylvaníu sem skuldbindur sig til að bjóða einungis uppá handgerða og sjálfbæra valkosti fyrir þína persónulegu umhirðu og heimilið þitt. Einfaldleiki, heiðarleiki og hreinleiki eru drifkraftarnir í allri starfsemi Lovett Sundries.

Það sem við höfum nú þegar tekið inn af vörum eru hárvörur, skeggumhirðuvörur og tattúkrem. Þessa dagana erum við sjálf að prófa nokkrar tegundir af heimilisvörum sem við munum pottþétt taka með í næstu sendingu því þær gefa svo góða raun. Það er reyndar mjög erfitt að segja ekki frá þeim strax, en ætlunin er að hemja sig svona einu sinni.

En, það er með þessar vörur eins og svo til allar aðrar vörur sem við tökum inn, þær eru í beinu framhaldi af næstu skrefum sem við sjálf tökum á ferðalagi okkar til umhverfisvænni lífstíls. Og við erum búin að leyta töluvert að náttúrulegum hárvörum.

Verandi með stutt hár síðustu áratugi þar sem allskonar gel og krem og sprey hefur oft verið hluti af daglegri rútínu þá höfum við loks dottið niður á vörur sem okkur líkar og höfum nú notað í þó nokkurn tíma. Þegar við tökum inn nýjar vörur skoðum við ekki aðeins innihaldið og framleiðsluferlið, heldur einnig umbúðirnar utan um vörurnar og þessar stóðust okkar kröfur fullkomlega hvað varðar notagildi, endunýtingu, endurvinnslu já og huggulegheit.

Náttúrulegar hárvörur

Hárkrem - Cream pomade hefur aðeins sjö innihaldsefni og hentar fyrir bæði dömur og herra. Kremið hjálpar þér að halda línunni og stílnum. Því meira krem sem þú setur í hárið því meiri glansáferð myndast. 

Hármótunarleirinn hefur aðeins fimm náttúruleg innihaldsefni og hentar fyrir dömur og herra. Ef þú vilt móta hárið án þess að nota kemísk efni er þessi málið. Hægt er að nota hann bæði í blautt og þurrt hár. 

Saltsprey fyrir hárið hefur aðeins fjögur innihaldsefni og hjálpar til við að gera hárið pínu vilt, svona eins og eftir dag á ströndinni. 

Náttúrulegar skeggvörur

Pre shave skeggolía til notkunnar fyrir rakstur er til að mýkja upp bæði húð og hár og auðvelda eftirleikinn. Aðeins fimm innihaldsefni sem búið er að blanda rækilega saman og setja tæplega 60 ml. í græna glerflösku með dropateljara. 

Raksápa sem freyðir ríkulega þar sem innihaldsefnin eru sjö talsins og bendonite leirinn sér um að rakvélin renni mjúlklega eftir húðinni . Það er eflaust fátt sem kemst eins nálægt þér rakvélin og því eins gott að hún fari mildum höndum um þig.

After shave tónik með evergreen ilm er hressandi eftir ljúfan rakstur og róar, jafnar og þéttir húðina. 

After shave kremið frá Lovett Sundries hentar mjög vel til að bera á sig eftir rakstur, sérstaklega ef raksturinn þurrkar húðina og þú finnur fyrir pirring. Aðeins örlítil klípa af kreminu og þú ert tilbúin í daginn.

Skeggolía, bæði með evergreen ilm og ilmlaus fyrir þá sem það kjósa. Stundum verða skegghárin þurr og stökk og húðin undir skegginu þurr og þig klæjar. Þá er gott að geta gripið í nokkra dropa af skeggolíu til að slá á þessi óþarfa óþægindi. 

Samhliða þessum hár og skeggvörum tókum við líka inn tattúkrem og leðurkrem sem við bindum miklar vonir við. Hægt og rólega, eins og okkar er von og vísa, þá mun þessi lína stækka hjá okkur, einfaldlega af því að okkur líkar það sem við höfum prófað.

Sendingar frá Lovett Sundries eru allar plastlausar og þótti okkur einstaklega gaman að sjá þær lausnir sem þau hafa fundið til að senda vörur frá sér. Við vildum að við gætum sýnt ykkur þær allar, en á myndinni hér fyrir ofan má m.a. sjá hluta af þeim umbúðum þ.e.a.s boxið sem raksápan er í. 

Við munum að sjálfsögðu endurnýta allar þeirra plastlausu lausnir þegar við sendum vörur frá okkur.


Eldri færslur Yngri færslur