Við erum einstaklega glöð og kát að kynna nú loks til leiks EcoLiving, breskt merki á hágæða umhverfisvænum og sjálfbærum vörum. EcoLiving eru staðráðin í því að koma í veg fyrir að míkróplast berist til sjávar og eru allar þeirra vörur hannaðar til að koma í veg fyrir úrgang og plastmengun.
EcoLiving leituðu til okkar um samstarf um dreifingu á öllum þeirra vörum á Íslandi og þar sem ástríða okkar beggja fyrir umhverfinu fer saman tókumst við á hendur þetta verkefni og vonum að þið takið vel á móti vörunum þeirra því;
EcoLiving:
- Plantar tré fyrir hverja selda vöru
- Er kolefnishlutlaust fyrirtæki
- Starfar af ástríðu fyrir umhverfinu.
Og vörurnar þeirra eru:
- Plastlausar
- Henta fyrir vegan
- 100% FSC vottaður viður. (FSC stendur fyrir Forest Stewardship Counsil / sjálfbær skógrækt - lestu meira um það hér)
- í eins litlum umbúðum og frekast er unnt.
Vörulína þeirra er mjög breið og breikkar í sífellu og við flokkuðum þetta aðeins niður, en þú getur séð það sem við höfum náð að setja inn hér en meira er í vinnslu á skjánum hjá okkur.
Tannhirðulínan þeirra samanstendur af tannburstum fyrir fullorðna og börn, úr FSC vottuðu beyki. Tannkremstöflum með og án flúors, í nettri málmdós og áfyllingarpakka og tannþræði sem hentar fyrir vegan.
Uppvaskið er hluti af lífi okkar því er um að gera að hafa það eins umhverfisvænt og nokkur kostur er og EcoLiving línan hjálpar okkur heldur betur þar. Uppþvottasápustykki í tveimur stærðum, ilmlaus og með dásamlegum sítrónuilm, uppþvottaburstar og skrúbbar. Gúmmíhanskar sem mega fara í heimamoltuna þegar þeir eru búnir (hversu frábært er það?), svampar og svampklútar úr sellulósa sem mega líka fara í moltutunnuna (...og aftur, hversu frábært er það?) og við eigum m.a. von á þurrkgrind frá þeim.
Í eldhúslínunni er nú þegar komin margnota tesía úr málmi, bökunarmotta úr sílikoni, borðsópur og skúffa, mjór flöskubursti og fleiri dásamleg eldhúsáhöld væntanleg.
Annað sem okkur langar að nefna eru pappírspokar fyrir matar- og garðaúrgang sem brotna niður í moltu, þvottaklemmur úr beyki, gluggasköfu og svo að sjálfsögðu handsápur og hárþvottarefni.
Við vitum að það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í vörulínu EcoLiving, en nú þegar geturðu fundið EcoLiving vörur í eftirtöldum verslunum: Fjarðarkaup, Frú Laugu og bændunum, Melabúðinni, Menu/Sambúðinni og nokkrum apótekum.
Við komum til með að vera með allar EcoLiving vörurna til hjá okkur og hvetjum við því alla til að fylgjast með hér á síðunni okkar, Facebook eða Instagram.