Fréttir

Naturlig deo - ný vara hjá Mistur

Deo umhverfisvænt

Naturlig deo - ný vara hjá Mistur

…Já, enn dregur til tíðinda hjá okkur í Mistur. Nú erum við svo lukkuleg að geta státað okkur af sænsku verðlauna svitakremi. Já, þú last rétt, verðlauna svitakrem, ekkert minna takk fyrir. En hvernig kom það nú til? Það gerðist þannig að hún Guðrún hringdi í okkur og sagði sínar farir ekki sléttar. Hún hefði kynnst svo æðislegu svitakremi í Svíþjóð sem virkaði svo rosalega vel. En nú væri það búið og hún var í standandi vandræðum með að útvega sér þetta geggjaða krem, hvort við gætum eitthvað gert? Þetta fannst okkur hreinlega æðislegt og finnst æðislegt. TAKK Guðrún fyrir...

Lesa meira →


Ný vinaleg vara hjá Mistur - Friendly sápur

Mistur umhverfisvænt

Ný vinaleg vara hjá Mistur - Friendly sápur

Það er með hreinni og góðri samvisku sem við kynnum nýja vinalega vöru til leiks í vefverslun okkar - Friendly soap. Þessar dásemdar eiturefnalausu sápur eiga uppruna sinn í litlu handverksfyrirtæki á Bretlandseyjum þar sem umhverfisvernd spilar stórt hlutverk. Hægt er að velja á milli andlitssápu, hand-og-kroppasápu, hársápu og detoxsápu. Sápurnar koma allar pakkaðar í kassa úr endurunnum pappír og hann má svo endurvinna aftur (nema hvað).  Það er augljós kostur að nota sápustykki og losna um leið við slatta af brúsum af baðherberginu. Hársápan, eins og allar sápurnar reyndar, er mjög þétt í sér og dugar því lengi og...

Lesa meira →


Gleðilegt ár

Gleðilegt ár

Jæja kæru vinir, það er nú ekki seinna vænna en að segja gleðilegt nýtt ár og okkar allra bestu þakkir fyrir síðustu ár. Á síðust misserum hefur orðið ótrúlegur viðsnúningur í vitundarvakningu almennings þegar kemur að umhverfismálum og þá kannski helst í tengslum við allt ruslinð sem fer frá heimilum okkar. Hér hjá Mistur höfum við kappkostað að bjóða upp á valmöguleika til að auðvelda öllum að lifa umhverfisvænni lífsstíl og höfum svo sannarlega séð og fundið áhugann vaxa.  Og vitið þið, það er svo dásamlegt að verða vitni að þessu. Það getur alveg verið smá átak að breyta. Við mælum með að...

Lesa meira →


Tækifæri til að sækja pantanir fyrir jól

Tækifæri til að sækja pantanir fyrir jól

Bara örstutt.  Þó svo að margir séu búnir að kaupa eitthvað fallegt handa sínum þá eru enn þó nokkrir sem eiga smotterí eftir. ...og óðum líður að jólum.  Okkur langar því aðeins að létta undir með þeim sem finnast þeir eiga ,,allt" eftir. Því bjóðum við ykkur að koma og sækja þær pantanir sem gerðar verða í vikunni til okkar núna á fimmtudags og föstudagsmorgun, 21. og 22. des. - á milli kl. 9 -12 báða dagana, í Fannafold 6 í Grafarvogi. ...en að sjálfsögðu munum við líka senda og keyra út.   Búið :)

Lesa meira →


Jólaopnun í Mistur 9. desember

jólamarkaður Mistur Umhverfisvænar gjafir

Jólaopnun í Mistur 9. desember

Jólaopnun laugardaginn 9. desember frá kl. 11-16. Sjáumst.

Lesa meira →