Fréttir

20 atriði sem sem gera ferðalagið umhverfisvænna.

20 atriði sem sem gera ferðalagið umhverfisvænna.

Í fyrra tókum við saman lista yfir nokkra hluti sem orðnir eru sjálfsagðir á ferðalögum okkar bæði innan lands og utan, þó svo að útlönd séu orðin eins og fjarlæg minnig. Þessi færsla var ein mest lesna færslan hér hjá okkur og greinilegt að margir eru að spá í þessa hluti sem er vel. Því kemur hún hér aftur í endurbættri útgáfu. Fyrir matvæli Qwetch drykkjarflaska sem heldur bæði heitu og köldu. Frábær í bílinn og gönguferðina. Hægt að fylla á á næstu bensínstöð og spara um leið kaupin á vatni eða gosi í plastflösku. Hollt, umhverfisvænt og sparar pening til lengri...

Lesa meira →


Mistur er flutt að heiman

Mistur er flutt að heiman

Það kom að því að yngsta barnið flytti að heiman og bara ný orðið sjö ára. Mistrið okkar var einfaldlega búið að fylla upp í öll skúmaskot og staðan var hreinskilningslega sagt, orðin sú að við vorum hætt að finna vörurnar okkar, þurftum að draga inn magann (sem er samt ekki endilega slæmt) þegar við vorum að taka saman pantanir og sýnar allskonar aðrar hundakúnstir til að klára verkefni í því rými sem við höfðum. Eða eins og einn góður sagði þegar hann frétti af flutningunum; ..Geggjað, enda var orðið sjúklega þröngt hjá þér". En mikið er okkur samt búið...

Lesa meira →


Mistur 7 ára.

Mistur 7 ára.

Jahérna, hvern skyldi hafa grunað það fyrir sjö árum að við yrðum á þessum stað. En svona er nú staðan, Mistur er sjö ára núna um þessar mundir, eða þann 16. apríl hóf allavega fyrsti starfsmaðurinn störf og það erum við að miða við núna, þetta árið - það getur vel verið að það breystist síðar. Í tilefni þessa áfanga langar okkur og ætlum að gefa þeim sem kaupa á síðunni okkar þessa helgi, eitthvað sem flestir nota, jafnvel daglega, stundum oft á dag; nefnilega uppþvottabursta merktum Mistur. Burstarhárin eru úr tambíkó trefjum sem eru náttúrulegar trefjar úr agave og...

Lesa meira →


EcoLiving

EcoLiving

Við erum einstaklega glöð og kát að kynna nú loks til leiks EcoLiving, breskt merki á hágæða umhverfisvænum og sjálfbærum vörum. EcoLiving eru staðráðin í því að koma í veg fyrir að míkróplast berist til sjávar og eru allar þeirra vörur hannaðar til að koma í veg fyrir úrgang og plastmengun.  EcoLiving leituðu til okkar um samstarf um dreifingu á öllum þeirra vörum á Íslandi og þar sem ástríða okkar beggja fyrir umhverfinu fer saman tókumst við á hendur þetta verkefni og vonum að þið takið vel á móti vörunum þeirra því; EcoLiving: Plantar tré fyrir hverja selda vöru Er kolefnishlutlaust...

Lesa meira →


Lovett Sundries - nýtt merki

Lovett Sundries - nýtt merki

Lovitt Sundries er ný, náttúruleg vörulína hjá okkur þar sem aðeins er boðið uppá handgerða og sjálfbæra valkosti fyrir þig og heimilið þitt.

Lesa meira →