Fréttir

Margnota furoshiki innpökkunarklútar frá FabRap

jól margnota Mistur umhverfisvænt

Margnota furoshiki innpökkunarklútar frá FabRap

Umfjöllun um margnota furoshiki innpökkun og nýja merkið okkar FabRap

Lesa meira →


Aukin þjónusta hjá Mistur

Aukin þjónusta hjá Mistur

Við höfum nú bætt tveimur flutningsaðilum við þann sem fyrir var hjá okkur og viljum með því kappkosta að bæta þjónustuna við þig. Þegar þú pantar núna hjá okkur getur þú valið þann flutningsaðila sem hentar þér best, með tilliti til verðs, staðsetninar og afhendingartíma. Þú getur nú valið um að fá sent með Dropp Póstinum TVG Að sjálfsögðu verður eftir sem áður hægt að sækja til okkar og það sem er eflaust hagstæðast er að kaupa fyrir 15 þús. krónur eða meira og fá vörurnar sendar frítt heim.

Lesa meira →


Margnota frá Marley's Monsters

Margnota frá Marley's Monsters

Marley's Monster er fjölskyldufyrirtæki í Eugene Oregon í Bandaríkjunum og var stofnað af Söru Dooley árið 2014. Frá upphafi hefur markmiðið verið að framleiða margnota umhverfisvænar vörur fyrir heimilið og börn, með það að leiðarljósi að umhverfisvænn lífsstíll eigi að vera skemmtilegur og undirstrika þinn stíl.  Marley's Monsters eru með vottun frá BRING Loksins er Marley's Monster fáanlegt hér hjá okkur og við byrjum smátt, eins og við gerum gjarnan og nú er hægt að fá hjá okkur sex tegundir af ,,ekki pappírsþurrkum" og hversdagsklútum til að nota við matarborðið, þurrka af nebbum, þurrka upp bleytu og bara í allt það...

Lesa meira →


Pottjárnshreinsir frá Lovett Sundries

Pottjárnshreinsir frá Lovett Sundries

Eitt það umhverfisvænasta sem hægt er að gera er að hugsa vel um þá hluti sem við eigum nú þegar. Með því móti duga þeir lengur sem er svo frábært með tilliti til umhverfisins, buddunar og fleiri þátta. Pottjárnshreinsirinn frá Lovett Sundries er hugsaður til þess að lengja líftíma áhalda úr pottjárni og innihaldsefni hans eru; Sjávarsalt, kókosolía, hörfræolía og laxerolía.  Til að sannreyna ágæti pottjárnshreinsisins kíktum við í Góða hirðinn og fundum þar pönnu úr pottjárni sem séð hafði sinn fífil feguri og gat alveg þegið smá ást og umhyggju. Þessi fékk að koma með heim og síðan tókum...

Lesa meira →


Umsagnir um nuud.

Umsagnir um nuud.

Nú er nýlokið hjá okkur leik bæði á Instagram og Facebook þar sem einhver lukkulegur var dregin úr pottinum, en sá lukkulegi hlaut stóran pakka af nuud og vinur lítinn. Til að gefa vininum möguleika á stóra pakkanum gátu þátttakendur, ef þeir voru í stuði, sagt okkur af hverju þeir fíluðu nuud og það stóð ekki á svörum. Þið sem gáfuð ykkur tíma til að skrifa umsagnir færum við okkar bestu þakkir. Nuud er notað á staði sem okkur hafði ekki einu sinni dottið í hug að prófa það á.  Hér á eftir fara þær umsagnir sem komu fram. Af...

Lesa meira →