Viltu prufu af VOR organics?

Oft er mjög gott að geta fengið að prófa vörur og athuga hvort þær virki og henti manni. Í samstarfi við VOR organics bjóðum við nú þeim sem vilja prófa þessa hreinu íslensku húðvörur að koma til okkar á Stórhöfða 33 á opnunartíma og kynna sér línuna sem komin er í hús til okkar. Þeir sem þess óska geta svo fengið með sér ferska prufu heim.

 

Smelltu á myndina til að skoða vörurnar

 

 

Um VOR organics

Húðumhirðulínan VOR organics kemur úr smiðju Margrétar Sigurðardóttur grasalæknis og hefur hún lagt sérstaka alúð í hönnun og gerð þessarar línu. Sem dæmi má nefna eru vörurnar ilmefnalausar, án parabena, erfðabreyttra efna og eins hreinar og kostur er.  Gaman er að geta þess að hráefni eins og villt bláber og vallhumall er sótt í íslenska náttúru og sjávarfangið er fengið úr Breiðafirðinum. 

VOR vorulínan hefur fengið sérstaklega góða dóma þeirra sem hafa verið að glíma við myglu- og rakavandamál og óþol af einhverju tagi. 

VOR organics er unnið og pakkað hér heima í endurnýtanlegar glerumbúðir. 60 ml. krukkur og 500 ml. flöskur. 

Í verslun okkar á Stórhöfða 33 eru nú þegar fáanlegar fimm vörur úr línunni og þær eru:

  • Skrúbbmaski með ávaxtasýrum sjá hér
  • Dagkrem úr íslenskum þörungum sjá hér
  • Dagkrem fyrir þurra húð með bláberjum og hýalúronsýru sjá hér
  • Hreinsimjólk sjá hér
  • Andlitsvatn sjá hér

Í samvinnu við Margréti og með umhverfið að leiðarljósi eins og ávallt er nú hægt að koma til okkar og fá prufur af áðurnefndum vörum. Prufurnar eru ekki tilbúnar heldur erum við með tómar málmdósir sem við setjum krem og hreinsimjólk í fyrir þig til að prófa. Með því að gera þetta svona, þ.e. fylla á ílát þegar þú óskar þess þá er komið í veg fyrir að fyllt sé á ógrynni af dósum, bréfum, brúsum með af kremum sem verða svo kannski aldrei notuð. Þetta er enn eitt skrefið sem við getum tekið í þá átt að minnka sóun.

Endilega kíktu til okkar á Stórhöfðan og athugaðu hvor VOR organics sé ekki eitthvað fyrir þig.

Til baka í fréttir