Krúska - uppskrift

Fyrir einhverjum síðan vorum við beðin um að útvega lífrænar matvörur fyrir nokkrar verslanir, og af því að við eigum mjög erfitt með að segja nei, lögðumst við í leit. Því er skemmst frá að segja að þessar matvörur - Smaakt - eru komnar í þessar verslanir, m.a.s. sumar búnar en á leiðinni til okkar aftur, ásamt nýjum tegundum. Það er nú kannski óþarfi að taka það fram en við ætlum samt að gera það; þessar matvörur hafa hlotið vottun frá Tún.

Það sem gleður okkur hins vegar afskaplega mikið í svona ferli er að heyra frá ánægðum viðskiptavinum í framhaldinu. Um daginn fengum við nefnilega tölvupóst frá einni sem var mjög ánægð með þessar vörur, sagðist hafa verið búin að leita víða að rúgflögum og hafraklíði og m.a.s. farin að leita út fyrir landssteinana. Loksins gat hún búið til krúska eins og amma hennar gerði. Við að sjálfsögðu veðruðumst upp við það að þessar vörur skyldu smella svona vel inn hjá einhverjum og svo kviknaði hjá okkur forvitni.

Hvað er og hvernig gerir maður krúska?  

Við óskuðum eftir og fengum góðfúslegt leyfi til að birta uppskriftina en bréfritari óskaði eftir því að nafnið hennar kæmi hvergi fram og að sjálfsögðu virðum við það.

Svona gerir hún krúska en eins og hún sagði; ,,Loksins get ég búið til krúska eins og amma bjó til. Eða mjög líkt því. Hafraklíð og rúgflögur eru nauðsynleg ásamt haframjöli"

Krúska, skammtur fyrir einn.

  • 2 hlutar haframjöl (nota mælimál sem ég fékk með kaffivél)
  • Hálft þannig af lífrænu hafraklíði og hálft af lífrænum rúgflögum.
  • Rúsínur og salt eftir smekk. 
  • Vatn er ca 2 til 3 dl
  • Lagt i bleyti yfir nótt og þegar þetta er soðið þá er það soðið lengur en venjulegur hafragrautur.
  • Þetta a að verða þykkur grautur

Ef þessi grautur er ekki góð byrjun á góðum degi þá vitum við ekki hvað...

Sælkerinn í okkur bætir að sjálfsöðu við örlitlu hráu hunangi frá BEE&YOU útá grautinn, en það erum nú bara við :)

Innilegustu þakkir til þín sem deildir með okkur þessari uppskrift ;)

Þú færð lífrænu matvörurnar frá Smaakt á eftirtöldum stöðum; Fræinu i Fjarðarkaup, Frú Laugu við Laugalæk, Heilsuhúsinu í Kringlunni og Melabúðinni. 

Og að allt öðru, bara af því að Dagur íslenskar tungu er nýliðin má til gamans  bæta því við að skv. málið.is er krúska hvorugkyns nafnorð sem beygist í eintölu; krúska, krúska, krúska, krúska og krúskað, krúskað, krúskanu, krúskans í fleirtölu.
...og hér með líkur fróðleiksmola dagsins sem við vonum að þið njótið í botn.
Til baka í fréttir