Eco Bath London - nýtt merki

Við kynnum til sögunnar nýjasta merkið okkar, Eco Bath London en það er eins og nafnið gefur til kynna, umhverfisvæn vörulína fyrir baðherbergið. Um er að ræða breytt úrval af skrúbbum í formi líkamsbursta og vettlinga, baðsalt, andlitsrúllur, lúffu og baðbakka, svona í fyrstu atrennu. 

Eco Bath London vinnur stöðugt að því að innleiða sjálfbærustu lausnirnar fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess. Svo til allar vörurnar frá Eco Bath London eru í umbúðum úr endurunnu efni og þær eru ekki prófaðar á dýrum - hvergi í framleiðsluferlinu.

Sjón er sögu ríkari og því mælum við sterklega með að smella hér til að skoða það sem nú þegar er komið í hús til okkar. Við munum svo að sjálfsögðu leitast við að koma þessum vörum enn nær ykkur í framtíðinni.

 


Eldri færslur Yngri færslur