Lífrænar matvörur frá Smaakt - því hver biti telur!

Það er gaman að kynna algjöra nýjung hér hjá okkur í Mistur en það eru lífrænar matvörur. Fyrir einhverjum mánuðum síðan vorum við beðin um að hafa augun opin fyrir eftirtöldum vörum því erfitt væri að nálgast þær lífrænar. Þær eru nú komnar í hús hjá okkur og við höfum þegar hafið á þeim dreifingu og þær má nálgast í Fræinu í Fjarðarkaup, Frú Laugu og bændunum, Heilsuhúsinu í Kringlunni og netverslun og Melabúðinni....og hér hjá okkur að sjálfsögðu.

Vörurnar eru allar með lífræna vottun frá Vottunarstofunni Tún.

Um er að ræða eftirfarandi vörur. (Þú getur líka smellt á myndina til að lesa meira um hverja vöru fyrir sig)

Kornflex - ósætt.

Rúgflögur

Hafraklíð 

Brauðrasp 

Örvarrótarduft

Sýrópsvöfflur

Það er von okkar að þessar vörur fái góðar viðtökur hjá neytendum svo að við getum bætt við enn fleiri tegundum.

Verði ykkur að góðu ;)

Til baka í fréttir