Fréttir
MISTUR Á JÓLAMARKAÐI Í ÍSHÚSI HAFNARFJARÐAR
English below Næstu tvo laugardaga, þann 12. og 19. desembær ætlum við að taka þátt íjólamarkaði Íshúss Hafnarfjarðar en þar er verið að byggja upp mjög skemmtilega starfsemi. Jólamarkaðurinn opnar kl. 12 og verður opin til kl. 17. Við verðum þar meðgestabækurnar okkar, Skinnu minnisbók, Íslandsbókina og Bókrolluna. Pínu bókin fær auðvitað að fljóta með ásamt merkispjöldum og míni kortum. Svo má ekki gleyma myndunum okkar og sitthvað fleira spennandi fær að fljóta með. Smá sýnishorn af því sem við verðum með Íshúsið er við Strandgötu 90 eins og sjá má á þessu korti. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að kíkja í Íshúsið og kvitta í gestabókina okkar góðu...
AÐ EIGA HANDSKRIFAÐAR KVEÐJUR – SKILABOÐ TIL MÖMMU – HANDWRITTEN KEEPSAKE
English below. Að eiga handskrifaðar kveðjur er dýrmætt þegar flest sem skrifað er í dag er skrifað á lyklaborð og sent sem einhverskonar rafræn skilaboð. Þessi færsla fjallar um handskrifaða minjagripi, rithönd einhvers sem er eða var okkur nákomin og kær. Eflaust er þó einhverjum alveg sama um slíkt, ekki mér og ekki yngri syni mínum, komst ég að um daginn, mér til ánægju. Ég er svo lukkuleg að eiga rithönd afa og ömmu. Rithöndina hennar ömmu á ég í kortum og bréfum sem hún sendi og mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar ég rek augun í þetta og les....