AÐ EIGA HANDSKRIFAÐAR KVEÐJUR – SKILABOÐ TIL MÖMMU – HANDWRITTEN KEEPSAKE

English below.

Að eiga handskrifaðar kveðjur er dýrmætt þegar flest sem skrifað er í dag er skrifað á lyklaborð og sent sem einhverskonar rafræn skilaboð. Þessi færsla fjallar um handskrifaða minjagripi, rithönd einhvers sem er eða var okkur nákomin og kær. Eflaust er þó einhverjum alveg sama um slíkt, ekki mér og ekki yngri syni mínum, komst ég að um daginn, mér til ánægju.

Ég er svo lukkuleg að eiga rithönd afa og ömmu. Rithöndina hennar ömmu á ég í kortum og bréfum sem hún sendi og mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar ég rek augun í þetta og les. Ég minnist hennar í gegnum þessi bréf og kort, hennar hátta, hláturs, söngsins, raddarinnar, allra handavinnukennslustundanna, heimilisins og í leiðinni rifja ég upp stóran hluta æsku minnar. Minningarnar um afa og herbergið hans, bækurnar, lopapeysu, göngulag, rödd og trillu lifna svo við þegar ég les ljóðin hans sem ég á handskrifuð af honum sjálfum.

Um þetta leiti árs verður maður….eða allaveg ég, oft meir og svona litlir hlutir eins og rithönd vina og ættingja eru mér hjartfólgnir og því finnst mér æðislegt að fá handskrifuð jólakort. Í dag vildi ég óska að ég ætti til nokkrar matar- og kökuuppskriftir frá ömmu með hennar rithönd í einhverri bók.

Sú hugmynd kviknaði um daginn að enn má búa sér til svona minningabók þó svo að rithöndinn hennar ömmu verði ekki í henni ….og ef mamma er að lesa þetta þá er hún vinsamlegast beðin um að hætta að lesa núna…….ok, takk – þá get ég haldið áfram.

Sú hugmynd kviknaði sem sagt að gefa mömmu eina Skinnu í jólagjöf með einni ósk fá mér. Óskin er sú að ég fái þessa bók til baka í jólagjöf eða afmælisgjöf á næsta ári nema hvað þá væri mamma búin að skrifa í hana vinsælustu og mest notuðu uppskriftirnar frá mínu æskuheimili. Ég man eftir KR kökunni og spesíunum en það er mér hins vegar alveg að meinalausu að eplamakkrónudesertinn verði ekki í bókinni. Með þessu móti næ ég líka að slá tvær eða jafnvel þrjár flugur í einu höggi.

  1. Er búin að tryggja mér rithöndina hennar til frambúðar,
  2. …einnig smákökuuppskriftir bernskunnar
  3. …og redda jólagjöfinni frá henni til mín á næsta ári.

Í þessa bók gæti ég svo bætt við og skrifað vinsælustu uppskriftirnar af mínu heimili og látið bókina ganga áfram til minna barna.

Svona gæti vinkonuhópurinn gert, fjölskyldan eða matarklúbburinn. Fengið sér fallega og eigulega bók eins og Skinnu og biðja alla að handskrifa uppáhalds uppskriftirnar í og þá er komin nokkurskonar uppskriftaminningarbók. Hugljúf og einstaklega eiguleg bók sem gæti jafnvel rifjað upp góðar samverustundir.

Hér er grein á ensku um mjög sambærilegan hlut………skoðaðu þetta aðeins út frá þínu sjónarhorni.

For some it is a real treasure to own someones handwriting. For me it really is. I am so lucky to own a letter from my grandmother that reminds me of her. Her ways, voice, her teaching, laughter, singing and home. Therefore it reminds me of my childhood. My memories of my grandfather come alive when I read his poems, then I remember his room, books, walk, voice and small boat. Those memories are precious to me. Now I am only sorry for not thinking of asking my grandmother to write down in a special book all the recipes I grew up with in their home.

But the other day I great idea popped in my mind. I am going to give my mom a Skinna for Christmas with one wish. The wish is for her to write down some of the recipes from my childhood in her own handwriting in the book and give it back to me for my birthday or Christmas. By doing this i will gain three things….

  1. get her handwriting permanently
  2. and the cookie recipes from my childhood
  3. and spear her the trouble of finding me a gift next year.

In the future I can add some recipes for my children for them to keep.

Nice idea isn’t it.

Here is another great article on this matter I think you might like.


Yngri færslur