Fréttir

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár

Jæja kæru vinir, það er nú ekki seinna vænna en að segja gleðilegt nýtt ár og okkar allra bestu þakkir fyrir síðustu ár. Á síðust misserum hefur orðið ótrúlegur viðsnúningur í vitundarvakningu almennings þegar kemur að umhverfismálum og þá kannski helst í tengslum við allt ruslinð sem fer frá heimilum okkar. Hér hjá Mistur höfum við kappkostað að bjóða upp á valmöguleika til að auðvelda öllum að lifa umhverfisvænni lífsstíl og höfum svo sannarlega séð og fundið áhugann vaxa.  Og vitið þið, það er svo dásamlegt að verða vitni að þessu. Það getur alveg verið smá átak að breyta. Við mælum með að...

Lesa meira →


Tækifæri til að sækja pantanir fyrir jól

Tækifæri til að sækja pantanir fyrir jól

Bara örstutt.  Þó svo að margir séu búnir að kaupa eitthvað fallegt handa sínum þá eru enn þó nokkrir sem eiga smotterí eftir. ...og óðum líður að jólum.  Okkur langar því aðeins að létta undir með þeim sem finnast þeir eiga ,,allt" eftir. Því bjóðum við ykkur að koma og sækja þær pantanir sem gerðar verða í vikunni til okkar núna á fimmtudags og föstudagsmorgun, 21. og 22. des. - á milli kl. 9 -12 báða dagana, í Fannafold 6 í Grafarvogi. ...en að sjálfsögðu munum við líka senda og keyra út.   Búið :)

Lesa meira →


Jólaopnun í Mistur 9. desember

jólamarkaður Mistur Umhverfisvænar gjafir

Jólaopnun í Mistur 9. desember

Jólaopnun laugardaginn 9. desember frá kl. 11-16. Sjáumst.

Lesa meira →


Ný vefverslun og aukið vöruúrval

Þessa dagana vinnum við hörðum höndum að því að færa vefverslun okkar í nýtt umhverfi og auka vöruúrvalið umtalsvert. Nýjar vörur hjá okkur eru m.a. burðarpokar frá LOQI, bambusbollar frá Chic mic og síðast en ekki síst endurunnar töskur frá Local Women's í Nepal. Einhverjir hnökrar kunna að verða í versluninni, þessa fyrstu daga okkar og biðjumst við velvirðingar á óþægindum sem af því gætu skapast. 

Lesa meira →


UMBÚÐIRNAR OKKAR

Eitt af aðalmarkmiðum okkar hjá Mistur er að draga úr sóun og nýta það sem til fellur og hvetja aðra í okkar nærumhverfi til að gera slíkt hið sama. Allar þær vörur sem við bjóðum eru því sérstaklega valdar inn og boðnar áfram með þessa sýn að leiðarljósi og hjálpa þannig öðrum að draga úr sóun. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þær umbúðir sem við notum til að koma vörunum okkar á leiðarendar eru einnig í takt við þessa hugmyndir okkar. Viðskiptavinir okkar eru því oftar en ekki að fá pantanir sínar sendar heim í...

Lesa meira →