(English below)
Það má með sanni segja að áramótin séu varða þar sem margri staldra við, líta yfir farinn veg og skipuleggja það sem framundan er. Það er vissulega líka þannig hér á bæ. Það ár sem nú er að renna sitt skeið var mjög viðburðaríkt og markaði tímamót í starfsemi okkar. Bækurnar okkar og myndirnar hafa um langt skeið lagt grunninn að starfseminni og þannig gert okkur kleift að auka við vöruúrvalið með því að flytja inn þó nokkuð margar vörutegundir sem hjálpa til við að draga úr sóun. Auk þess fór alvöru vefverslun okkar í loftið á árinu og viljum við þakka öllum þeim sem heimsótt hafa síðuna.
Árið 2017 mun Mistur halda áfram endurvinnslunni og búa til bækur og myndir og jafnvel bæta við flóruna í okkar eigin framleiðslu. Jafnframt mun vöruúrvalið á innfluttum vörum aukast. Draumstaðan væri vitaskuld sú að geta bætt fleiri íslenskum vörum við flóruna og því væri frábært ef þið vitið um einhvern sem er að endurvinna og/eða búa til vörur sem hjálpa okkur öllum að draga úr sóun, að þið leyfðuð okkur að heyra af þeim.
Já, ástæðan fyrir þessu brambolti! Þær eru í raun tvær og báðar mjög einfaldar. Sú fyrri; þetta er skemmtilegt og lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Og sú seinni. Við eigum svo fallegt land og óspillta náttúru að hvoru tveggja þarf að vernda með öllum tiltækum ráðum. Það þarf að hlúa að þessum fjársjóði þannig að komandi kynslóðir fái notið hans, rétt eins og við. Með því að endurvinna og hjálpa öðrum að velja umhverfisvænar vörur teljum við í Mistur að við séum að leggja okkar að mörkum og viðskiptavinir okkar eru svo sannarlega að því líka.
Svona í lokin, þá þótti fulltrúa Misturs mjög vænt um að heyra það frá einum af endursöluaðilum okkar um daginn, að það virðist vera ,,meira svona hugsandi fólk sem kaupir þessar vörur“. Kæru vinir, takk fyrir að vera hugsandi fólk og megi árið 2017 veita ykkur hamingju og gleði. Njótið hverrar stundar.
Þórunn
Another milestone to stop by and look back to review the passing year. 2016 has been a great year that truly has market our path at Mistur. Our books and pictures keep on selling which we are very grateful for, they are the cornerstone in our company. For the sake of our recycled books and pictures we were able to start importing ecofriendly products to help reducing waste, and last but not least we launched a real online shop which we are very proud of.
In the year 2017 we will keep on recycling and making books and pictures from the recycled materials. Hopefully we will launch a new item in our own production as well as increase the product range in our imported ecofriendly goods. The reason for why we are doing this is simple. Our country Iceland is so beautiful and unspoiled and it needs to be protected. It is the real gem we can leave to generations to come.
We were very proud to hear in one the shops that keeps and sells our books and pictures that it “seems to be thinking people who buys your stuff“ Thank you so much for your way of thinking and all your support. May the year 2017 bring you lots of happiness and joy. Enjoy every moment.
Þórunn