UMHIRÐA BEE'S WRAP

Eftir notkun á Bee's wrap er gott að skola eða þvo örkina með köldu eða örlítið volgu vatni. Stundum gæti jafnvel verið nauðsynlegt að nota milt sápuvatn til að ná óhreinindum. Svo er bara að láta örkina þorna á t.d. með því að hengja hana upp á snúru eða láta hana þorna í rólegheitum. Varist að nota of heitt vatn því þá bráðnar vaxið og líftími arkarinnar styttist. Ef örkin fer ekki strax í notkun aftur, er tilvalið að brjóta hana saman og geyma á vísum stað fram að næstu notkun.

Til baka í fréttir