MISTUR Á JÓLAMARKAÐI Í GUFUNESBÆ 4.DESEMBER

Við ætlum að taka þátt í jólamarkaði sem haldinn verður í Grafarvogi annan sunnudag á aðventu, þann 4. desember nk. frá kl. 13-17. Markaðurinn verður í hlöðunni við Gufunesbæ og aðeins þetta eina skipti þetta árið. Gaman er að segja frá því að við ætlum að kynna til leiks nýjar vörur sem við vorum að fá og þegar þetta er skrifað er alls óvíst að þær verði komnar hér inn á síðuna. Þess vegna væri gaman, ef þú kíkir á markaðinn, að þú myndir líta við hjá okkur, sjá nýju vörurnar og segja okkur hvernig þér líst á. Hér geturður fundið viðburðinn á Facebook og séð hverjir fleiri verða.

Við hlökkum til að taka þátt í jólamarkaði í ,,heimabyggð" og vonumst til að sjá sem flesta.

Til baka í fréttir