TVÆR NÝJAR TEGUNDIR FRÁ BEE'S WRAP

Það er gaman að segja frá því að nú hefur Bee's Wrap, matvælaarkafjölskyldan okkar stækkað enn frekar því við höfum bætt við tveimur nýjum pakkningum.

Annars vegar er komin nýr litur í eina vinsælustu Bee's Wrap vörutegundina, þriggja arka pakkninguna. Fjólubláar arkir með smáramunstri. Sumum gæti þótt gott að vera með einn lit undi ávexti og annan undir grænmeti eða osta og aðgreina þannig enn frekar. 

Hins vegar er um að ræða samlokuarkirnar þar sem boðið er upp á tvær samlokuarkir í einum pakka, en sitthvort munstrið á hvorri örk fyrir sig í pakkanum. Hægt er að velja milli þriggja munsturpakka.

Blátt - gult geometrik munstur

Býflugnamunstur

Fjólublátt smáramunstur

Að sjálfsögðu eru allar samlokuarkirnar með krúttlegri tölu og spotta til að loka.


Eldri færslur Yngri færslur