Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Amphora Aromatics

Yuzu og sandalviðar andlitskrem með bakuchiol, 60 ml - Amphora Aromatics

Yuzu og sandalviðar andlitskrem með bakuchiol, 60 ml - Amphora Aromatics

Verð 4.960 kr
Verð 0 kr Söluverð 4.960 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Endurnærandi og áferðarfallegt andlitskrem sem lýsir húðina og gefur henni ljóma. Kremið hjálpar til við að styrkja varnarlag húðarinnar um leið og það nærir og mýkir húðina.

Virk innihaldsefni:
Yuzu, sem er einstaklega hátt í C-vítamíni (inniheldur þrisvar sinnum meira magn en sítróna), en það ýtir undir framleiðslu kollagens í húðinni, tónar og þéttir og gefur náttúrulegan og fallegan ljóma í húðina.
1% Bakuchiol, sem er virkt efni úr jurtum og er mildur og náttúrulegur valkostur við retínól (A-vítamín) sem margir þola illa. Bakuchiol stuðar að endurnýjun húðar og þar með að jafnari húðlit.
10% squalene (fituefni) úr ólífum, sem lokar rakann inn í húðinni og verndar hana gegn rakatapi.
Sæt möndluolía er rík af E-vítamíni sem hefur bólgueyðandi áhrif á húðina og róar og dregur úr roða í húð. Möndluolían stíflar ekki svitaholur og hentar því öllum húðtegundum.
Sandalviðar ilmkjarnaolía, sem  nærir húðina, gefur róandi og notalegan ilm og hjálpar rakagefandi efnum í seruminu að smjúga inn í húðina. 

Notkun:
Berist á hreina húð að morgni, eitt sér eða yfir serum.

Innihaldsefni:
Vatn, Sæt möndluolía (Prunus Amygdalus Dulcis), shea smjör (Butyrospermum Parkii), Glyceryl Stearate, Cetearyl Alcohol, kakósmjör (Theobroma Cacao), Bakuchiol, Sodium Stearoyl Glutamate, Gluconolactone, Sucrose Stearate, yuzu ilmkjarnaolía, Xanthan Gum, Sodium Benzoate, glýserín, sítrónusýra, Sodium Gluconate, Maltodextrin, E-vítamín (Tocopherol), sólblómaolía (Helianthus Annuus), sandalviðar ilmkjarnaolía (Santalum spicatum), Biosaccharide Gum-1, Gotu kola lauf extrakt (Centella Asiatica), kakadu plómu extrakt (Terminalia Ferdinandiana), Calcium Gluconate, Limonene+, Linalool+.

Framleitt og pakkað í Bretlandi, í glerkrukku með plastloki.

Sjá allar upplýsingar