Mistur
Tunguskafa úr kopar
Tunguskafa úr kopar
Því miður ekki til á lager
Tunguskafa úr kopar með ávölum og sléttum brúnum til að koma í veg fyrir skurði.
Tungusköfur úr málmi hafa verið notaðar í aldaraðir um allan heim og eru mun áhrifaríkari og hollari en sköfur úr plasti.
Af hverju að nota tungusköfu?
Hrjúft yfirborð tungunnar safnar auðveldlega í sig bakteríum og rannsóknir hafa sýnt að að meðaltali má finna um 100 bakteríur í hverri þekjufrumu í tungu okkar. Tungan myndar stöðugt lag af dauðum frumum, matarleifum og hundruðum þúsundum baktería, lifandi og dauðra og svo gefa þessar bakteríur líka frá sér efni s.s. brennistein. Ef þetta lag er ekki fjarlægt reglulega verður þykkt lag eftir á tungunni sem er ein helsta orsök andremmu. Einnig geta bragðlaukarnir dofnað.
Gott er að byrja daginn á að skafa tunguna um leið og tannburstað er eftir nóttina og áður en farið er að sofa. Stundum þarf að nota sköfuna oftar á dag, t.d. Þegar mikil streita er í gangi en þá hefur tungan tilhneigingu til að seyta meiri úrgangi.
Rennið sköfunni mjúklega eftir tungunni og skolið svo óhreinindin af. Endurtakið þar til ekkert kemur í sköfuna eða svona ca.þrisvar sinnum. Að síðustu er gott að skola munninn aðeins með vatni eða munnolíuskoli.
Stærð: U.þ.b. 13,5 cm á lengd og 30 gr.
Framleitt á Indlandi
Deila
