Þvottaefni - áfylling í poka Lovett Sundries.
Þvottaefni - áfylling í poka Lovett Sundries.
Þvottaefni sem leysist vel upp bæði í þvottavél og handþvotti og skilur ekki eftir sig hvítar fliksur á dökku efni. Hægt að fá í endurnýtanlegri málmdós og áfyllingu. Aðeins sex innihaldsefni sem þú hefur heyrt minnst á áður.
Innihald: þvottasódi, borax, kókoshnetusápa sem inniheldur kókosolíu, síað vatn, lútur.
- Umbúðir: Endurnýtanleg málmdós eða pappírspoki fyrir áfyllingarskammtinn.
- Um 17 skammtar eru í hverri sölueiningu.
- Handgert í Bandaríkjunum.
Ath. engin óþarfa plastskeið fylgir. Við mælum með að nota skeið sem þú átt nú þegar til.
Þegar Lovett hjónin byrjuðu að búa til sápur hugsuðu þau með sér, af hverju ekki að búa líka til sápur fyrir fatnað? Flest þvottaefni eru samsett úr alkýlbensensúlfónötum, sem er víst alvöru orð! Í þvottaefnið okkar notum við kókoshnetusápuflögur og borax sem grunn. Borax hefur verið notað til þvotta síðan því var fyrst safnað í eyðimörkum Ameríku á níunda áratug þar síðustu aldar. Þau hugsuðu með sér, fyrst þetta efni þreif fötin þeirra sem byggðu Ameríku, þá hlýtur það að duga í hvað sem er. Það fer vel með fötin þín, hreinsar vel og þú lyktar ekki eins og blómabúð.