Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Amphora Aromatics

Te tré ilmkjarnaolía 10 ml. Lífræn

Te tré ilmkjarnaolía 10 ml. Lífræn

Verð 1.865 kr
Verð Söluverð 1.865 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Te tré   (Tea tree - Melaleuca alternifolia)

Te tré ilmkjarnaolían er vel þekkt og ein af þeim vinsælustu til nota í húðvörur og sjampó, gegn myglusvepp og fótsvepp, sem sótthreinsandi og bólgueyðandi á bólótta húð og gegn flösu.  Uppruni hennar er í Ástralíu og hefur verið notuð af frumbyggjum þar öldum saman.  Einstök og fjölhæf olía sem ætti að vera til í skyndihjálparkassa heimilisins.

Olían er unnin með gufueimingu úr laufunum  og tónninn er miðtónn.

Tea tree blandast vel með Lavender, Geranium, Sítrónu, Myrru, Rósavið, Rósmarín, Timian, Clary sage og krydduðum olíum s.s. Kanil og Negul.

Notkun

 Fyrir blandaða húð og unglingabólur, blandið nokkrum dropum í Jójóbaolíu og berið á húðina. Einnig gott að blanda út í milda sápu til að þvo andlitið. Má setja dropa beint á frunusur og á vörtur, blanda út í salt til að setja í fótabað gegn fótsvepp. Gott að blanda út í morgunfrúarsmyrsl gegn sveppasýkingum t.d. á kynfærum. Má nota í nuddolíu blöndu ásamt Sítrónu, Lavender og Rósmarín við kvefi og bronkítis og einnig í gufubað. Getur hjálpað við skordýrabiti og sýkingum í sárum. Gott að nota í munnskol við sýkingum í munni og hálsi, blanda þá 3-5 dropum í skeið af ólífu- eða kókosolíu og velta í munni góða stund. Muna bara að spýta ekki olíunni í vaskinn heldur beint í ruslið.
Tea tree má líka nota i þvottavélina til að hreinsa hana og koma í veg fyrir myglusvepp og einnig má nota hana í þrif.
Hægt er að setja olíuna í ilmolíubrennara, setja þá 3-5 dropa af olíunni í vatn áður en kveikt er á kertinu undir. Fyrir rafdrifna ilmolíudreifara fylgið leiðbeiningum framleiðanda. Magn olíu sem notuð er fer eftir stærð rýmisins en gott er að byrja á 4-5 dropum og auka svo við ef þörf er á.
Fyrir blöndun á líkamsolíu þá er góð þumalputtaregla að setja 20 dropa af Ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.

Varúð

Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu.  Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki.  Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar. 

Fyrir frekari upplýsingar um heilunareiginleika og notkun iIlmkjarnaolía er best að leita til Ilmkjarnaolíufræðings.

Uppruni: Ástralía

Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa. 

Vottað eftir IFRA stöðlum (IFRA - International Fragrance Association

 

Sjá allar upplýsingar