Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 3

Terra Gaia

Taubleyjur litlar 1 stk - 30x30 cm. Terra Gaia

Taubleyjur litlar 1 stk - 30x30 cm. Terra Gaia

Verð 790 kr
Verð 0 kr Söluverð 790 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Margnota taubleyjur úr lífrænni GOTS vottaðri bómull. Betra fyrir jörðina, betra fyrir barnið og betra fyrir fjárhaginn.

Hver er ávinningurinn af því að nota margnota taubleyjur?
Kaup á bleyjum er stór kostnaðarliður þegar barn kemur í heiminn. Meðal bleyjunotkun fyrsta árið er frá 2200 - 3000 bleyjur svo ekki einungis er það mun hagkvæmara að nota taubleyjur en einnig er sagt að það um 500 ár fyrir venjulega bleyju að brotna niður í landfyllingum út af ysta plastlaginu.  Einnig er betra fyrir viðkvæma húð barnsins að nota taubleyjur, þær eru mjúkar og draga vel í sig raka og eru síður líklegar til að valda ofnæmisviðbrögðum.

Taubleyjurnar frá Terra Gaia eru gerðar úr lífrænt vottaðri bómull og þorna fljótt og vel eftir þvott. Við mælum með að þvo bleyjurnar við 60°C og sleppa mýkingarefni.  Til að ná erfiðum blettum úr er gott að nudda gallsápu í bleyjurnar og leggja í bleyti í kalt vatn.

Stærð: 30x30 cm
Efni: Tvöföld grisja úr lífrænni bómull.
Getur hlaupið í þvotti um ca 5%.

Framleiðsluland: Tékkland.

 

Sjá allar upplýsingar