Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Mistur

Tannkremsduft með engifer, lífrænt - Eliah Sahil

Tannkremsduft með engifer, lífrænt - Eliah Sahil

Verð 2.490 kr
Verð 0 kr Söluverð 2.490 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.
Lífrænt vottað tannkremsduft, sem hreinsar útfellingar og jafnar lit tannanna, gefur milda tannhvíttun og hjálpar til við að viðhalda náttúrulegum hvítum lit tannanna. Blandað með hreinum plöntu extröktum úr engifer, kamillu, kanil og morgunfrú, fyrir heilbrigt tannhold og heilbrigða munnflóru.

Ein krukka getur enst fyrir allt að 250 tannburstanir / skipti.

Notkunarleiðbeiningar:
Berið smá tannduft á blautan tannburstann eða setjið beint í munninn. Burstaðu tennurnar varlega í um það bil þrjár mínútur. Skolaðu síðan munninn vandlega með vatni.
Fyrir daglega notkun er mælt með því að nota kókosolíu í stað vatns til að draga úr slípi áhrifum. Fyrir viðkvæmar tennur mælum við með að nota þessa vöru að hámarki tvisvar í viku.

Innihaldsefni (INCI):
Kísilgúr (Diatomaceous Earth)**, Xylitol**, engiferrótar duft (zingiber officinale)*, kamillublómaduft (Chamomilla Recutita)*, morgunfrú jurtaextrakt(Calendula Officinalis)*, kanill (Cinnamomum Cassia) extrakt úr berkinum*, duft úr drekablóðs kvoðu (Croton Lechleri - Dragon’s blood resin).​​

* lífrænt vottað hráefni, ** náttúrulegt hráefni.

100% náttúrulegt hráefni úr lífrænni ræktun.
ICADA vottað.
Laust við yfirborðsvirk efni (surfactants), glúten, dýraafurðir, pálmaolíu, steinolíu, paraben, sílikon, kemísk ilmefni, rotvarnarefni og örplast.

Þyngd: 45 gr.
Krukka úr endurunnu gleri.
Framleitt í Austurríki.

Eliah Sahil - náttúrulegt · lífrænt vottað · vegan
Þegar maðurinn er í sátt við sjálfan sig lifir hann líka í sátt við náttúruna og hefur því tækifæri til að breyta þessum heimi í jákvæða átt. Eliah Sahil framleiðir vörur sem endurspegla hreinleika náttúrunnar. Allar vörurnar eru unnar úr hágæða jurtum, jurta- og blómadropum og steinefnum. Lífræna hráefnið er aðallega fengið frá smábændum í Indlandi og Afríku. Eliah Sahil metur líf allra lífvera og notar því hvorki afurðir úr dýrum né heldur eru vörurnar prófaðar á dýrum.

Zero Waste snyrtivörur
Eliah Sahil notar sellulósamerkingar úr nýstárlegu steindufti og prentbleki án jarðolíu, leysiefna og aukaefna. Þessar merkingar þurfa allt að 80% minna vatn við framleiðslu og það besta af öllu, það þarf ekki að höggva tré til að búa til þennan pappír. Álumbúðirnar og glerflöskurnar eru 100% endurvinnanlegar. Eingöngu er notað lífplast úr endurnýjanlegum sykurreyr, ekkert hefðbundið plast.
Sjá allar upplýsingar