Mistur
Táknsteinar úr svörtu agati
Táknsteinar úr svörtu agati
Því miður ekki til á lager
Fallegir svartir agat kristallar með heiðnum táknum (Wicca steinar) í svörtum flauelspoka.
Ýmis tákn hafa verið notuð í gegnum aldirnar við ýmsar athafnir svo sem við helgisiði, galdra og í daglegu lífi. Hvert tákn hefur grunnmerkingu og er reynt að gera þeim skil hér fyrir neðan.
Merking táknanna:
Fimmarma stjarnan (pentagram) er það tákn serm er helst tengt heiðnum sið, nornum og wicca en hún er öflugt verndartákn. Hinir fimm armar eða horn stjörnunnar eru tákn fyrir öll fimm frumefnin; loft, eld, vatn, jörð og anda (ether) og hringurinn utan um tengir þau öll saman. Ef stjarnan er ein sér (án hrings) kallast hún á ensku pentacle. Stjörnuna er hægt að nota á altari sem tákn fyrir jörðina og er þá sett á suðurhlið altarisins.
Þrefalda gyðjan/þrefalda tunglið táknar bæði tunglganginn (vaxandi, fullt og minnkandi) og táknar líka meyju/móður/þroskaða konu. Táknið tengist kvenorkunni, leyndardómum og dulrænum kröftum.
Ankh er fornt egypskt tákn sem þýðir eilíft líf og birtist oft á höggmyndum frá Egyptalandi til forna, oft í höndum guða og faraóa sem merki um yfirráð yfir lífinu og þar með ódauðleika.
Triskele eða triskelion (þriggja arma tákn/spírall) er keltneskt tákn og táknar kraft lífs og endurfæðingar. Það sameinar spíralinn (sem er oft notaður til að tákna hringrás lífsins) og töluna þrjá sem heilaga tölu, líkt og í þreföldu gyðjunni.
Spírallinn. Í andlegu tilliti getur spírallinn táknað leiðina sem liggur frá ytri meðvitund (efnishyggju, ytri fókus, sjálfið/egóið) til innri meðvitundar (uppljómun, kjarni, Nirvana, kosmísk vitund). Hreyfingin milli innri heimsins(innsæisins, hins óefnislega, óefnislega) heimsins og ytri (efnisins, hins opinbera) heims er sýnd með spíralnum; þróun mannkyns, bæði á einstaklings- og sameiginlegum mælikvarða.
Ennfremur, í ljósi endurfæðingar eða vaxtar, getur táknið einnig táknað meðvitund náttúrunnar sjálfrar, byrjað frá kjarnanum eða miðpunktinum og flogið út á við. Svona er þetta með allt í heiminum og alheiminum eins og margir dulspekingar hafa upplifað.
Þegar við erum með skýrari meðvitund um hvað spírallinn þýðir, getum við hugleitt tilvist hans í náttúrunni í kringum okkur.
Hyrndi guðinn (The Horned God) er karlkyns mótvægi við hið þrefalda gyðjutákn. Í heiðnum sið er hann tengdur við náttúruna, óbyggðir, kynhvöt, veiðar og hringrás lífsins.
Efni: Svartir Agat kristallar í AA gæðum og flauelspoki.
Upprunaland: Indland.
Deila

