Magic Linen
Svunta úr hör. Ólífu græn
Svunta úr hör. Ólífu græn
Því miður ekki til á lager
Stílhrein og hentug svunta úr hör sem er bundin um háls og mitti, með smekk og tvískiptum vasa að framan. Hentar vel í eldhúsið, gróðurhúsið eða annarsstaðar þar sem eitthvað er verið að bardúsa til að vernda fatnað. Hör er endingargott efni, rakadrjúgt og auðvelt í umhirðu. Unisex snið
Ein stærð sem hentar öllum (XS –XL)
100% hör framleidd í Evrópu
Steinþvegin til að ná fram hámarks mýkt.
OEKO-TEX vottuð vara (án skaðlegra kemískra efna)
Þvottaleiðbeiningar.
Má þvo bæði í þvottavél og í höndunum í volgu vatni, allt að 40°. Ef notaður er hærri hiti má gera ráð fyrir að svuntan hlaupi um allt að 10%. Notið milt þvottakerfi og þvottarefni og þvoið með svipuðum lit. Bleikið ekki.
Ekki er mælt með að nota mýkingarefni - hvorki fljótandi né í blöðum - til að ná fram mýkt. Það veikir efnið. Búið er að steinþvo hörinn og ná þannig fram hámarksmýkt á efninu.
Má fara í þurrkara í smá stund og hengja svo upp. Svo er að sjálfsögðu tilvalið að hengja út á snúru þegar veður leyfir og fá í hann góða lykt og spara rafmagnið.
Geymið hör á þurrum og köldum stað og fjarri sólarljósi, ekki í plastpoka en koddaver gæti verið sniðugt.
Deila
