St John´s Wort olía 100 ml - Amphora Aromatics
St John´s Wort olía 100 ml - Amphora Aromatics
Róandi og nærandi St John's Wort olía.
Innihald: Hypericum perforatum (St John’s Wort/Jóhannesarjurt), Helianthus annuus (Sunflower oil).
Þessi olía er unnin með svokallaðri infusion aðferð en þá eru brumin og blómin látin liggja í grunnolíu (í þessu tilfelli sólblómaolíu) í ákveðið langan tíma meðan grunnolían mettast af krafti og eiginleikum jurtarinnar.
Jóhannesarjurt er þekkt fyrir margs konar virkni en sem húðolía er hún góð fyrir allskonar húðkvilla s.s. exem, húðtaugabólgu (neurodermatitis), marbletti, vöðvabólgur og hvers konar ertingu og bólgu í húð. Hún róar húðina og kemur á jafnvægi og má bæði nota eina sér eða bæta henni út í aðrar olíur eða krem. Jóhannesarjurtin getur einnig örvað viðgerð vefja.
Jóhannesarjurtin kemur upprunalega frá Evrópu og vex þar víða.
Varúð:
Þessi olía er eingöngu ætluð til útvortis notkunar. Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi.
Framleidd í Frakklandi, pökkuð í Bretlandi í glerflösku með plasttappa.