Mistur
Spirulina andlitsmaski, lífrænn - Eliah Sahil
Spirulina andlitsmaski, lífrænn - Eliah Sahil
Því miður ekki til á lager
Andlitsmaski með extrakt úr þörunum og leir. Bæði spirulina og þari eru rík af vítamínum og steinefnum og hjálpa til við að vinna á móti öldrun í húðinni, mýkja hana og hreinsa.
Mjög góður maski fyrir feita húð, þroskaða húð og getur einnig hjálpað til við að auka blóðrásina í andlitinu og gefið aukinn ljóma.
Leiðbeiningar:
Blandið einni til tveimur teskeiðum af dufti með vatni þar til komið er mjúkt krem. Berið á hreint andlitið og jafnvel niður á hálsinn. Forðist að setja í kringum augun eða á varirnar. Látið maskann bíða á húðinni í um það bil 10 - 15 mínútur og hreinsið þá vel með vatni. Maskann má nota einu sinni til tvisvar í viku.
Glasið inniheldur efni í allt að 40 maska.
Innihald:
Leir (Fullers Earth - Solum Fullonum)**, spirulina extrakt (Arthrospira Platensis)*, Gæsaber - Amla (Emblica Officinalis)*, þari (Laminaria Digitata)*, extrakt úr morgunfrú (Calendula Officinalis)*, kamilla (Chamomilla Recutita)*.
*lífrænt ræktað hráefni
**náttúruleg hráefni
Þyngd: 100 g
Umbúðir: Endurunnin glerkrukka.
Upprunaland: Austurríki
Eliah Sahil - náttúrulegt · lífrænt vottað · vegan
Þegar maðurinn er í sátt við sjálfan sig lifir hann líka í sátt við náttúruna og hefur því tækifæri til að breyta þessum heimi í jákvæða átt. Eliah Sahil framleiðir vörur sem endurspegla hreinleika náttúrunnar. Allar vörurnar eru unnar úr hágæða jurtum, jurta- og blómadropum og steinefnum. Lífræna hráefnið er aðallega fengið frá smábændum í Indlandi og Afríku. Eliah Sahil metur líf allra lífvera og notar því hvorki afurðir úr dýrum né heldur eru vörurnar prófaðar á dýrum.
Zero Waste snyrtivörur
Eliah Sahil notar sellulósamerkingar úr nýstárlegu steindufti og prentbleki án jarðolíu, leysiefna og aukaefna. Þessar merkingar þurfa allt að 80% minna vatn við framleiðslu. Og það besta af öllu, það þarf ekki að höggva tré til að búa til þennan pappír. Álumbúðirnar og glerflöskurnar eru 100% endurvinnanlegar. Eingöngu er notað lífplast úr endurnýjanlegum sykurreyr, ekkert hefðbundið plast.
Deila vöru
