Amphora Aromatics
Sesam olía 100 ml, Amphora Aromatics
Sesam olía 100 ml, Amphora Aromatics
Því miður ekki til á lager
Sesam olía (Sesamum indicum).
Náttúrulega róandi, mýkjandi og rakagefandi olía sem fer fljótt inn í húðina. Hægt er að nota olíuna eina og sér, blanda saman við aðrar olíur eða setja út í krem.
Sesamolía er rík af steinefnum (sink, magnesíum, mangan, kalk, selen, fosfór) og vítamínum, sérstaklega E-vítamín, B1 og B6. Hún inniheldur einnig andoxunarefnin sesamol og sesaminol og fjölómettaðar fitusýrur. Hún er samandragandi, bólgueyðandi og bakteríudrepandi og getur verndað gegn UV geislum sólarinnar.
Innan Ayurveda fræðanna er sesamolían álitin drottning allra olía vegna nærandi, róandi og vermandi áhrifa. Hún þykir góð fyrir Vata og Kapha líkamsgerðir (doshur)
Gott að hita olíuna aðeins í höndunum áður en hún er borin á húðina.
Nudd með sesamolíu örvar blóðflæðið í líkamanum og þannig fær húðin næringu ekki aðeins utan frá heldur innanfrá líka með auknu blóðflæði. Olían getur þess vegna verið góð á sár og skrámur og dregið úr öramyndun.
Sesamolía kemur jafnvægi á sýrustig húðarinnar, dregur saman svitaholur og er góð á bólur. Gott er þá að bera smá olíu á bólusvæðin og láta hana virka yfir nótt. Einnig er hægt að nota olíuna til að hreinsa húðina.
Hún er góð á sprungna hæla, roða og bólgu í húð, exem og sóreasis. Vegna bólgueyðandi og vermandi eiginleika getur hún einnig gagnast í nudd á auma liði (slitgigt og liðagigt) ásamt bólgueyðandi og verkjastillandi ilmkjarnaolíum.
Einnig má nota sesamolíu fyrir hárið til að styrkja það og gefa aukinn glans, til að meðhöndla flösu en einnig sem djúpnæringu, sérstaklega fyrir hár sem hefur orðið fyrir hitaskemmdum t.d. vegna ofnotkunar sléttujárns. Olíunni er þá nuddað í hársvörð og hár og láta bíða í u.þ.b. 20 mínútur áður en hún er þvegin úr.
Umbúðir: Glerflaska með plasttappa.
Deila
