Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Mistur

Salvíu vöndur til hreinsunar

Salvíu vöndur til hreinsunar

Verð 1.845 kr
Verð 0 kr Söluverð 1.845 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Í aldanna rás hafa frumbyggjar Norður- og Suður-Ameríku notað hvíta salvíu til að hreinsa og heila en reykur hvítrar salvíu er talinn hreinsa rými af neikvæðri orku. Einnig má nota reykinn af salvíu til að hreinsa kristalla, tarot spil eða leiðsagnar spil.

Þessi salvíuvöndur inniheldur einnig kvoðu úr drekatré (Dragon's blood).

Leiðbeiningar:
Kveiktu í öðrum endanum og gott er síðan að blása mjúklega þegar kemur upp logi. Notaðu reykinn af vendinum til að hreinsa þig, aðrar manneskjur, rými eða spil og kristalla. Þú getur notað fjöður eða höndina til að beina reyknum í ákveðna átt og sjáðu fyrir þér hvernig hann hreinsar, blessar og kemur á jafnvægi. Þú getur látið glóðina í vendinum deyja út eða slokkna af sjálfu sér. Einnig er hægt að stinga honum í sand eða salt en varist að slökkva í honum með vatni. Gott er að hafa disk eða skel til að láta vöndinn hvíla á milli notkunar. Sjá Abalone skel hér

ATH. að mikilvægt er að lofta vel út þegar verið er að nota salvíu vöndinn því að reykurinn getur sett reykskynjara af stað. 

Þyngd: ±60-80 gr.
Stærð: ca. 14x3 cm
Framleitt í Bandaríkjunum.
Umbúðalaust

Sjá allar upplýsingar