Möndluolía 100 ml. Lífræn Amphora Aromatics
Möndluolía 100 ml. Lífræn Amphora Aromatics
Lífræn sæt möndluolía.
Inniheldur: Prunus amygdalus dulcis (Sweet almond oil). Kaldpressuð sæt möndluolía.
Möndluolía er rakagefandi, mýkjandi og nærandi og er ein vinsælasta grunnolían meðal nuddara og ilmkjarnaolíufræðinga (aromaþerapista). Hún er rík af beta-sitosterols, alpha-tocopherol(E-vítamín), oleic acid og linoleic acid (omega 6) og er því sérstaklega góð til að nota í húð- og hárvörur.
Möndluolíu má nota sem hreinsi fyrir andlitið og er henni þá nuddað inn í húðina og þvegin af með volgu vatni eða þvottapoka.
Hana má nota eina og sér eða blanda með öðrum grunnolíum en algengt er að nota hana í blöndur með dýrari grunnolíum til að drýgja þær og minnka þar af leiðandi kostnað.
Möndluolían er mild og hentar flestum, má einnig nota í ungbarnanudd.
Möndlutréð er upprunalega frá Miðausturlöndum en barst fljótt til Miðjarðarhafsins og Asíu og finnst nú víða um heim.
Varúð:
Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi. Aðeins ætlað til notkunar útvortis.
Uppruni: Bandaríkin og Tyrkland.
Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa.