Rósmarín ilmkjarnaolía 10 ml. Lífræn Amphora Aromatics
Rósmarín ilmkjarnaolía 10 ml. Lífræn Amphora Aromatics
Rósmarín (Rosemary - Rosmarinus officinalis)
Rósmarín ilmkjarnaolían er einna best þekkt fyrir bólgueyðandi áhrif og áhrif á minnisstöðvar í heilanum. Hún eykur súrefnið í blóðinu og getur haft góð áhrif á blóðflæði í líkamanum. Eins er hún mikið notuð til þess að örva hárvöxt. Þessi olía er ekki góð til lengdar fyrir fólk með háan blóðþrýsting og er alls ekki fyrir þá sem eru flogaveikir.
Olían er unnin með gufueimingu úr laufunum og tónninn er mið til hátóna.
Rósmarín blandast vel með flest öllum olíum en sérstaklega vel með Lavender, Óreganó, Timian, Furu, Basil, Piparmyntu, Sedrusvið, Piparmyntu og krydduðum olíum eins og Kanil. Þegar Rósmarín er sett í blöndu með öðrum olíum eykur hún á áhrif þeirra.
Rósmarín er ein fyrsta jurtin til að vera notuð í matargerð, til lækninga og í galdra. T.d. voru gufur af jurtinni notaðar á miðöldum til að vernda gegn plágunni og til að halda illum öndum frá. Þessi jurt kemur upprunalega frá löndunum við Miðjarðarhafið en er núna ræktuð víða og eru helstu framleiðendur Rósmarín ilmkjarnaolíu í Frakklandi, Spáni og Túnis.
Notkun
Rósmarín getur aukið hárvöxt með því að koma auknu blóðflæði í hársvörðinn og má þá nudda olíunni beint á höfuðið, blanda í sjampóið eða blanda í spreyflösku með eimuðu vatni og spreyja yfir hárið. Rósmarín og Tea tree í spreyi getur líka hjálpað til við að halda lúsinni frá. Blanda má nokkrum dropum af olíunni í salt og setja út í baðvatnið ef um vöðvabólgu eða gigt er að ræða. Eins má anda henni að sér þegar verið er að læra til að efla minnið. Þessi olía er mjög mikilvæg sem forvörn gegn minnistengdum sjúkdómum s.s. heilabilun og Alzheimer og getur skv rannsóknum hægt á framþróun Alzheimer. Eins má nota olíuna gegn kvillum í öndunarfærum s.s. kvefi.
Hægt er að setja olíuna í ilmolíubrennara, setja þá 3-5 dropa af olíunni í vatn áður en kveikt er á kertinu undir. Fyrir rafdrifna ilmolíudreifara fylgið leiðbeiningum framleiðanda. Magn olíu sem notuð er fer eftir stærð rýmisins en gott er að byrja á 4-5 dropum og auka svo við ef þörf er á.
Fyrir blöndun á líkamsolíu þá er góð þumalputtaregla að setja 20 dropa af Ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.
Varúð
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar.
Fyrir frekari upplýsingar um heilunareiginleika og notkun iIlmkjarnaolía er best að leita til Ilmkjarnaolíufræðings.
Uppruni: Norður Afríka
Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa.
Vottað eftir IFRA stöðlum (IFRA - International Fragrance Association