Rose Maroc absolute (5%) ilmkjarnaolía, 10 ml - Amphora Aromatics
Rose Maroc absolute (5%) ilmkjarnaolía, 10 ml - Amphora Aromatics
Rose Maroc absolute (5%)
Innihald: Vitis Vinifera (Grapeseed olía), Rosa centifolia (Rose Maroc ilmkjarnaolía)
Rósin hefur mjúkan örlítið sætan og ferskan blómailm sem gefur hlýju í hjartað, er í senn upplífgandi og slakandi og getur hjálpað við streitu,kvíða og taugaspennu. Hún hefur góða endurnærandi og verndandi eiginleika sem geta reynst vel fyrir þroskaða húð. Rósaolíu er gott að nota í nuddolíu til að losa um spennu og næra húðina, setja með salti eða góðri grunnolíu í baðið eða nudda henni beint á úlnliði, gagnaugu eða háls. Rósin er þekkt fyrir hjartaopnandi eiginleika og getur hjálpað okkur í gegnum sorg og erfiðar tilfinningar. Hún er gjarnan tengd við Venus sem er gyðja ástar og fegurðar.
Rósin er eitt af elstu blómum veraldar og hefur verið notuð í mörgum menningarheimum í gegnum aldirnar m.a. meðal Grikkja, Rómverja og Persa sem notuðu hana í allt frá því að meðhöndla taugaspennu, höfuðverk og hita yfir í húðkvilla og meltingarvandamál.
Rose Maroc Absolute er ódýrari valkostur við Rose Otto. Rósaolían er þynnt út með vínberjakjarna olíu sem er rík af E-vítamíni og góðum fitusýrum og fer mjög fljótt inn í húðina.
Rósaolían er unnin með útdrætti (solvent extraction) og tónn olíunnar er miðtónn.
Rose Maroc blandast mjög vel með neroli, lavender, bergamot, clary sage, sandalwood, patchouli, benzoin, palmarosa, clove og chamomile.
Notkun:
Hægt er að setja olíuna í ilmolíubrennara, setja þá 3-5 dropa af olíunni í vatn áður en kveikt er á kertinu undir. Fyrir rafdrifna ilmolíudreifara fylgið leiðbeiningum framleiðanda. Magn olíu sem notuð er fer eftir stærð rýmisins en gott er að byrja á 4-5 dropum og auka svo við ef þörf er á.
Fyrir blöndun á líkamsolíu þá er góð þumalputtaregla að setja 20 dropa af ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.
Varúð:
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar. Fyrir frekari upplýsingar um heilunareiginleika og notkun ilmkjarnaolía er best að leita til ilmkjarnaolíufræðings.
Uppruni: Marokkó.
Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa.
Vottað eftir IFRA stöðlum (IFRA - International Fragrance Association)