Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

ENSC

Handáburður í föstu formi – Reverie

Handáburður í föstu formi – Reverie

Verð 2.190 kr
Verð 0 kr Söluverð 2.190 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Haltu höndunum fallegum með þessu lúxus handáburðarstykki um leið og þú bætir og nærir húðina.

Queen Bee er mildur rakagefandi handáburður sem verndar og mýkir hendurnar. Myndar húð til að verjast daglegu amstri um leið og hann er rakagefandi og hefur langtíma mýkingaráhrif.

Það er svo nauðsynlegt að vernda hendurnar fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum. Hendurnar okkar finna fyrir öllum okkar daglegu athöfnum og geta fljótlega orðið þurrar, grófar og sprungnar ef við gefum okkur ekki tíma til að sinna þeim vel. Það er alveg ástæðulaust að láta hendurnar eldast langt fyrir aldur fram. Þú getur hæglega dregið úr öldrunarblettum og hrukkum á höndunum með þessum einstaka handáburði frá snillingunum hjá Edinburgh Natural Skincare Company.

The Queen Bee handáburðurinn er í föstu formi og framleiddur úr bestu náttúrulegu innihaldsefnunum sem endurnýja og vernda hendurnar frá úlnlið og fram í fingurgóma. Handáburðurinn kemur í fallegri, léttri og endurnýtanlegri málm öskju. Hann er einfaldur og snyrtilegur í notkun, þægilegur að ferðast með og gott að vera með á sér til að mýkja og vernda hendurnar.

Þegar þú berð kremið á þig smýgur það hratt inn í húðina og gerir hana mjúka, slétta og teygjanlega án þess að skilja eftir sig tilfinninguna um fitugar hendur. Með daglegri notkun endurnýjast og styrkist húðin sem hjálpar til við að viðhalda unglegu útliti.

Handáburðurinn inniheldur mikið magn kakósmjörs og skilar mikilli næringu og verndar því hendurnar sérlega vel gegn þurrki með því að styrkja efsta lag húðarinnar. Kókosolía og náttúrulegar ilmkjarnaolíur úr sætum appelsínum, límónu og sítrónugrasi örva rakamyndun, mýkja og róa húðina án þess að skilja eftir fitulag á höndunum.

• Öflug næring í léttum og þægilegum umbúðum
• Handáburður í föstu formi sem má ferðast með.
• Inniheldur aðeins náttúruleg litarefni. Án rotvarnarefna og ilmolía.100% náttúrulegt
• Ekki prófað á dýrum
• Endurnýtanlega umbúðir
• Handunninn í Skotlandi
• Unnið af handverksfólki

Innihald og virkni
Bývax sem vörn gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Hjálpar til við að draga úr þurrki með því að halda raka inni í húðinni.
Kakósmjör inniheldur nauðsynlegar fitusýrur sem næra og vökva húðfrumur um leið og það veitir vernd gegn krefjandi umhverfisaðstæðum, skemmdum af völdum sólarljóss og sindurefnum.
Kókosolía býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum, nærir húðina, bætir heilbrigði hennar og eykur ljóma og styrkir náttúrulega fegurð hennar.
Appelsínu (sæt) ilmkjarnaolía hefur bólgueyðandi virkni og sótthreinsandi eiginleika.
Sítrónugras olía hjálpar til við að draga úr þurrki og einkennum ótímabærrar öldrunar.
Límónuolía inniheldur mikið magn af limonene, náttúrulegu andoxunarefni sem m.a. hjálpar til við að fjarlægja sindurefni úr húðfrumum og dregur þannig úr öldrunarmerkjum eins og sólblettum, sléttir úr fínum línum og hrukkum og hjálpar þannig til við að styrkja húðina.

Innihald ilmkjarnaolía: * Citronellol, Geraniol, Limonene, Linalool

Notkun
Þegar þú tekur Drottningarflugu handkremið úr umbúðunum, nuddaðu stykkinu varlega yfir lófa og handarbök, rétt eins og þú gerir með handsápu og leggðu áherslu á þurrkasvæði.

Þegar þú nuddar kreminu á húðina, beittu smá þrýsting til að hita vefinn undir yfirborði húðarinnar og örva blóðráðsina. Njóttu nuddsins, áferðarinnar og ilmsins.

Ef tíminn leyfir, dekraðu við þig og gefðu sjálfri/sjálfum þér smá auka handanudd sem er fljótleg og slakandi leið til að bæta liðleika í fingrum og úlnlið, auka blóðflæði og draga úr verkjum í vöðvum og liðum.

Sjá allar upplýsingar