Mistur
Rauðrófuduft - Ingling
Rauðrófuduft - Ingling
Því miður ekki til á lager
Rauðrófuduft, 25 gr í skammti, þú velur fjölda skammta eftir því hvað hentar þér.
Rauðrófur eru ríkar af ýmiskonar næringarefnum s.s. vítamínum og steinefnum sem geta verið góð t.d fyrir hjartað, heilann og þarmana. Regluleg inntaka á rauðrófudufti getur hjálpað til við að lækka blóðþrýsting, minnka bólgur í líkamanum, stuðla að heilbrigði lifrarinnar og auka blóðflæðið. Rauðrófur innihalda einnig nituroxíð sem hjálpa til við að vernda hjartað, auka súrefnisflæði í líkamanum og gefa aukna orku.
Notkun:
Takið 1 tsk allt að þrisvar á dag út í vatn, te, ávaxtasafa, plöntumjólk eða út í sjeikinn. Gott er að nota písk eða lítinn flóara til að blanda duftinu út í vökva þar sem það getur klumpast aðeins saman.
Rauðrófur hafa mjög einkennandi moldar eða jarðarbragð sem er ekki öllum að skapi en þá er um að gera að nota t.d. sítrónusafa eða einhverja náttúrulega sætu eins og t.d. hunang, hlynsýróp eða steviu á meðan verið er að venjast bragðinu.
Deila
