Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 6

BEE&YOU

Propolis 10% - vatnsleysanlegt

Propolis 10% - vatnsleysanlegt

Verð 2.420 kr
Verð Söluverð 2.420 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

10% vatnsleysanlegt propolis þykkni til að styrkja ónæmiskerfið.

Notkun: Neytið 10 dropa tvisvar á dag, helst á milli máltíða. Hægt er að neyta propolis dropanna beint, blandð í vatn eða með öðrum matvælum eins og hunangi, mjólk, jógúrt, eða ávaxtasafa.

Skammtastærð: 10 dropar.
Fjöldi skammta í flösku: 40

Geymsla: Geymist á köldum og þurrum stað

Magn: 30 ml.

Umbúðir: Glerflaska með dropateljara. Í pappaöskju með plastfilmu.

Uppruni: Tyrkland

Ath.  propolis getur verið blóðþynnandi og eykur þannig á áhrif af öðrum blóðþynnandi bætiefnum og blóðþynningarlyfjum.

Hvað er Anatolian býflugna propolis?

Propolis er náttúruleg býflugnaafurð sem hunangsflugur safna úr laufum, brumum og stilkum plantna. Hunangsflugur nota propolis til að vernda býflugnabúið sitt fyrir sveppum, bakteríum og vírusum því náttúruleg og verndandi virkni propolis virkar sem hindrun. Bee&You fær propolisið sitt frá óspilltu landsvæði í anatólísku fjöllunum sem eru heimkynni um 12.000 mismunandi plöntutegunda og er líffræðilegur fjólbreytileiki svæðisins með þeim mestu í heiminum. BEE&YOU notar einkaleyfisverndaða tækni til að draga virk lífræn efnasambönd (fenól, flavóna, steinefni, vítamín, ensím) úr própólis þannig að það henti mannslíkamanum. Gæði própolosinsins frá Bee&You er frábrugðið öðru própolisi á markaðnum aðallega vegna tveggja þátta; Annarsvega vegna fjölbreytileika anatólíska landsvæðisins og fjölda plöntutegunda (yfir 12 þús. tegundir) sem þar þrífast og hins vegar vegna áður nefndrar tækni við einangrun efnasambandanna. Própolisið frá Bee&You hefur að lágmarki þrisvar sinnum meira af fenól, flavónum og andoxunarefnum en nokkur önnur propolis og Manuka hunang á markaðnum. Propolisið hefur að minnsta kosti 80 sinnum meira af andoxunarefnum en granateplasafi! Anatolian propolis þykkni inniheldur að lágmarki 15 mismunandi fenól- og flavóna efnasambönd og hvert þeirra hefur mismunandi heilsufarslegan ávinning!

Sjá allar upplýsingar