Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Amphora Aromatics

Patchouli ilmkjarnaolía lífræn, 10 ml.

Patchouli ilmkjarnaolía lífræn, 10 ml.

Verð 2.895 kr
Verð Söluverð 2.895 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Patchouli (Pogostemon cablin).

Aðalvirkni þessarar olíu er annars vegar fyrir húðina og hins vegar fyrir taugakerfið.
Patchouli er róandi og streitulosandi og getur reynst vel þegar taugakerfið er komið að þrotum. Hún er einnig góð við alls kyns húðkvillum s.s. exemi, bólum, bruna og ofnæmisútbrotum. Hún getur líka reynst vel í krem á þurra og sprungna fætur og á sár. Patchouli er einnig sótthreinsandi og sveppadrepandi.
Olían er unnin með gufueimingu úr laufunum og er lágtóna.
Patchouli blandast vel með bergamot, clary sage, geranium, lavender og myrru.

Notkun:
Hægt er að setja olíuna í ilmolíubrennara, setja þá 3-5 dropa af olíunni í vatn áður en kveikt er á kertinu undir. Fyrir rafdrifna ilmolíudreifara fylgið leiðbeiningum framleiðanda. Magn olíu sem notuð er fer eftir stærð rýmisins en gott er að byrja á 4-5 dropum og auka svo við ef þörf er á.
Fyrir blöndun á líkamsolíu þá er góð þumalputtaregla að setja 20 dropa af Ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.

Varúð:
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar.
Fyrir frekari upplýsingar um heilunareiginleika og notkun iIlmkjarnaolía er best að leita til Ilmkjarnaolíufræðings.


Uppruni: Sri Lanka
Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa.
Vottað eftir IFRA stöðlum (IFRA - International Fragrance Association)

Sjá allar upplýsingar