Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 4

Mistur

Nefskolunarkanna keramik, hvít, Neti Poti, - salt fylgir.

Nefskolunarkanna keramik, hvít, Neti Poti, - salt fylgir.

Verð 3.990 kr
Verð 0 kr Söluverð 3.990 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Ef þú ert með frjókornaofnæmi eða færð endurteknar sýkingar og bólgur í ennis- og kinnolur þá er nefskolunarkannan eitthvað fyrir þig. Nefskolun með volgu saltvatni hefur jákvæð áhrif á allt nefsvæðið, styrkir slímhúð í nefi og skolar burtu ryki og frjókornum. Reglulegt nefskol getur komið í veg fyrir öndunarfærasjúkdóma á náttúrulegan og mildan hátt og getur létt á stíflum í nefi.

Nefskolun má framkvæma daglega sem part af persónulegri umhirðu eða eftir þörfum hvers og eins. 

í Ayurveda hefðinni er nefskolun kölluð Jala Neti og er ein af sex jógísku hreinsunaræfingunum eða Shat kriyas.

Nefskolunarkannan (Neti pot) er úr hvítu keramik og tekur 150 ml.

Notkun:
Leysið upp u.þ.b 1/3 teskeið af salti í 150 ml. af volgu vatni og setjið í könnuna. Snúðu höfðinu til hliðar, beygðu þig yfir handlaug og láttu saltvatnslausnina renna frá efri nösinni í gegnum neðri nösina. Skiptu síðan um hlið og endurtaktu ferlið. Við mælum með að nota Himalaya salt í nefskolið.
 
Stærð: 17,5 x 7 cm.
Heildarþyngd: 649 gr.

Umbúðir:  Pappabox.
Saltið kemur frá Pakistan.
Neti pot framleiddur í Kína.

Sjá allar upplýsingar