Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

ENSC

Næturkrem fyrir andlitið – Ultra Rich Anti Ageing

Næturkrem fyrir andlitið – Ultra Rich Anti Ageing

Verð 3.830 kr
Verð Söluverð 3.830 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Vaknaðu upp hvern dag með fallegri húð. Einnig þú getur sýnt fram á mýkri, meira geislandi og unglegra útlit.

Það þarf ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir sýnilega merki öldrunar – húðin þín þarf að þola töluvert áreiti dags daglega og þiggur því gjarnan ljúfa og góða umönnun á nóttunni. Þetta verndandi og auðuga krem inniheldur hreinustu efni náttúrunnar sem  bæta og róa húðina og koma henni í samt lag aftur.

Í Ultra rich anti ageing næturkreminu er vandlega blönduð formúla þar sem gott jafnvægi er á milli læknandi ilmkjarnaolía og rakagefandi innihaldsefna. Þau róa einnig húðina, draga úr tilfinningunni um strekta og þurra húð og hjálpa til við að styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar, viðhalda raka og unglegur útliti.

Nóttin er tíminn fyrir svefn og endurnýjun og á meðan þú hvílist vinnur kremið á móti ótímabærri öldrun. 

  • Inniheldur ekki rotvarnarefni eða ilmolíu
  • 100% náttúrulegt
  • Handunnið í Skotlandi
  • Ekki prófað á dýrum

Innihald og virkni efna.
Rósaviðar ilmkjarnaolía vegna þeirra eiginleika að endurnýja vefi húðarinnar og koma í veg fyrir hrukkur og ótímabæra öldrun.
Franskt Lavender hefur öfluga bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika ásamt því að vera ofur róandi fyrir húðina.
Ilmkjarnaolía úr blóðmandarínu þar sem hún hjálpar til við að lýsa húðina, draga úr svefnleysi, streytu og fitumyndun húðarinnar ásamt því að lágmarka hrukkurmyndun.
Bývax til verndar ysta lagi húðarinnar. Það verndar fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum og dregur einnig úr þurrki með því að halda rakanum inni í húðinni.
Rose geranium hjálpar til við að viðhalda jafnvægi á náttúrulegri fituframleiðslu húðarinnar. Dregur úr sýnileika slapprar húðar, stuðlar að því að ör og önnur lýti dofna hraðar ásamt því að róa og endurnæra.
Jasmín ilmkjarnaolía stuðlar að fallegri og heilbrigðri húð þar sem styrkur andoxunarefna og bólgueyðandi þátta er mjög hár í henni.
Lífrænt Shea smjör þar sem það veitir afbragðs djúpnæringu og raka vegna þess mikla magns af náttúrulegum vítamínum og fitusýrum sem það inniheldur og eru endurnærandi og góðar fyrir þreytta húð.
Kókosolía fer djúpt inn í svitaholurnar og veitir þannig djúpan raka. Laurínsýran sem er í kókosolíunni hefur gagnlega bakteríudrepandi eiginleika sem hjálpa til við að bæta náttúrulegan ljóma húðarinnar.
Upprunavottuð lífræn pálmaolía fyrir náttúrulega uppsprettu A, C og E vítamína ásamt beta keratin sem er öflugt andoxunarefni og drepur sindurefni sem leitt geta til ótímabærrar öldrunar með því að eyðileggja húðfrumur.
Rósmarín ilmkjarnaolía verndar húðfrumur gegn skemmdum af völdum sólar og sindurefna ásamt því að  hafa náttúrulega sótthreinsandi eiginleika. Afar gott hreinsiefni fyrir húðina.
Frankincense ilmkjarnaolía hefur bólgueyðandi áhrif sem stuðlar að sléttari húð og er áhrifarík og náttúrulegt bólu- og hrukkuvarnarefni. Það meðhöndlar þurra húð og dregur úr hrukkum, öldrunarblettum örum og slitförum.
Ilmkjarnaolía úr basiliku er bólgueyðandi og hefur róandi og slakandi áhrif. Hún inniheldur einnig C vítamin sem hraðar efnaskiptum húðfruma og um leið endurnýjun húðarinnar, framleiðslu kollagens og lagfæringar af völdum útfjólublárra geisla.

Innihald ilmkjarnaolía:
* Bensýlbensóat, bensýlkanamat, Eugenol, Farnesol, Geraniol, Limonene, Linalool

Notkun

Það þarf ekki mikið, berið hóflega á að kvöldi til.

Prófaðu að gera þetta svona:

  • Settu smá krem á fingurgóminn
  • Nuddaðu svo saman þessum fingri við þumalinn til að mýkja kremið og gera það silkimjúkt.
  • Nuddaðu kreminu á andlit og háls. Gott er að byrja á miðju andlitinu og vinna sig út til hliðanna.

Til að ná hámarksárangri er mælt með að nota jafnframt Ultra Rich Anti Ageing dagkremið til að styrkja varnir og vernda gegn öldrun.

Sjá allar upplýsingar