Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

Mistur

Munnolíuskol, lífrænt - Eliah Sahil

Munnolíuskol, lífrænt - Eliah Sahil

Verð 2.990 kr
Verð 0 kr Söluverð 2.990 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Aðal innihaldsefni þessarar frábæru tannolíu fyrir munnolíuskol eru fræ sápuhnetunnar (sapindus mukorossi). Þessi lífræna tannolía stuðlar að heilbrigðu tannholdi, vinnur gegn bakteríum, tryggir heilbrigða flóru í  tannholdi, munni og háls og hjálpar okkur þannig að viðhalda líkamlegu heilbrigði.

Notkunarleiðbeiningar:
Hristið vel fyrir notkun. Setjið 1 teskeið af olíu í munninn og veltið henni um í 2 - 20 mínútur og spýtið síðan olíunni í pappír eða beint í ruslið, ekki í vaskinn. Hreinsið síðan munninn með volgu vatni og burstið tennur eins og venjulega.  Samkvæmt Ayurveda fræðunum ætti að framkvæma olíu munnskol á fastandi maga að morgni. Má nota daglega.

Innihaldsefni (INCI):
Sápuhnetu olía (Sapindus Mukorossi) *, 

* Lífrænt vottuð ræktun.

Hvað er olíu munnskol (oil-pulling)?
Oil-pulling eða olíu munnskolun er ævaforn Ayurvedísk aðferð til að afeitra líkamann og hreinsa munn- og hálssvæðið. Í Ayurveda er olíu munnskol notað sem hluti af daglegri munn- og tannhirðu til að skapa heilbrigt bakteríujafnvægi í munni og hálsi. Það dregur úr tannsteini, gefur ferskan andardrátt, hvítari tennur og afeitrar líkamann í heild sinni.

Magn:  100 ml
Glerflaska úr endurunnu gleri.
Framleitt í Austurríki.

Eliah Sahil - náttúrulegt · lífrænt vottað · vegan
Þegar maðurinn er í sátt við sjálfan sig lifir hann líka í sátt við náttúruna og hefur því tækifæri til að breyta þessum heimi í jákvæða átt. Eliah Sahil framleiðir vörur sem endurspegla hreinleika náttúrunnar. Allar vörurnar eru unnar úr hágæða jurtum, jurta- og blómadropum og steinefnum. Lífræna hráefnið er aðallega fengið frá smábændum í Indlandi og Afríku. Eliah Sahil metur líf allra lífvera og notar því hvorki afurðir úr dýrum né heldur eru vörurnar prófaðar á dýrum.

Zero Waste snyrtivörur
Eliah Sahil notar sellulósamerkingar úr nýstárlegu steindufti og prentbleki án jarðolíu, leysiefna og aukaefna. Þessar merkingar þurfa allt að 80% minna vatn við framleiðslu. Og það besta af öllu, það þarf ekki að höggva tré til að búa til þennan pappír. Álumbúðirnar og glerflöskurnar eru 100% endurvinnanlegar. Eingöngu er notað lífplast úr endurnýjanlegum sykurreyr, ekkert hefðbundið plast.

Sjá allar upplýsingar