Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 2

Moya

Moya Yuzu lífrænt grænt te. 60 gr.

Moya Yuzu lífrænt grænt te. 60 gr.

Verð 2.410 kr
Verð Söluverð 2.410 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Lífleg blanda af grænu tei og þurrkuðum berki af yuzu ávextinum. 

Bragð:  Milt grænt te með sítrus keim.
Litur: Ljósgult.
Upprunaland: Japan.

Yuzu te er blanda af hágæða grænu tei og þurrkuðum berki af yuzu ávexti en það er sítrusávöxtur sem hefur verið ræktaður í Asíu svo árhundruðum skiptir. Bragðið af yuzu þykir svipa til blöndu af mandarínu, greip og lime og er teið góð blanda af mildu grænu tei og fersku, aðeins beisku sítrusbragði. Yuzu inniheldur mikið af andoxunarefnum og hentar vel með græna teinu sem einnig er andoxunarríkt og hefur margs konar heilsubætandi áhrif s.s. að hægja á öldrunar áhrifum, lækka blóðfitu og blóðsykur og gefur góða orku.

Að laga Yuzu te
Magn: 2-3 gr. í 200 ml. af vatni
Hiti vatns: 70-80°
Látið telaufin liggja í 2-3 mínútur
Hægt er að nota telaufin í tvö skipti.

Innihald: 70% sérvalið lífrænt grænt te og 30% lífrænn þurrkaður Yuzu börkur.

Allt te frá Moya er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.

Sjá allar upplýsingar