Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 3

Moya

Moya Genmaicha lífrænt grænt te 60 gr.

Moya Genmaicha lífrænt grænt te 60 gr.

Verð 2.290 kr
Verð 0 kr Söluverð 2.290 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

100 % lífrænt hrísgrjóna te sem hentar einstaklega vel með mat.

Bragð: Sætt með örlitlum hnetukeim.

Litur: Ryðrauður 

Upprunaland: Japan

60 gr. af telaufum í innsigluðum poka í fallegum pappírsstauk.

Genmaicha, hrísgrjónate
Genmaicha er sætt og ilmandi ryðrautt te með örlitlum hnetukeim. Bragðið er einstaklega eftirminnilegt eins og þeir þekkja sem hafa farið á ekta japanska veitingastaði eða sushi bari.

Sagan segir að þjónn Hakone shogun hafi óvart boðið húsbónda sínum upp á te með nokkrum stolnum hrísgrjónum sem hann var með í vasanum. Þessi mistök kostuðu hann lífið en shoguninum líkaði svo vel við bragðið að hann ákvað að gera það hluta af sínu daglega mataræði. Þetta er hvernig genmaicha, í dag einnig þekkt sem „poppte“, varð til. Það var einu sinni álitið vera drykkur lágstéttarinnar, þar sem fólk bætti ódýrum hrísgrjónum við hreina sencha teið sitt til að drýgja það. Moya Genmaicha er lífrænt ræktað á eyjunni Kyushu.

EIGINLEIKAR Genmaicha

Genmaicha te inniheldur miðlungs magn af koffíni. Það er venjulega borið fram með máltíðum þar sem það hjálpar meltingarkerfinu. Á löngum föstu tímabilum nærast búddamunkar oft bara á genmaicha tei. Eins og annað japanskt grænt te er genmaicha rík uppspretta katekína (catechins) og andoxunarefna. Að drekka genmaicha getur hjálpað til við að hægja á öldrun, losa út eiturefni í líkamanum, lækka slæma kólesterólið, lækka blóðsykur og bæta tannheilsu. Mælt er með Genmaicha til að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma þar sem laufin innihalda C-vítamín, beta-karótín, fólínsýru, kalíum, kalsíum og fosfór sem líkamin getur auðveldlega nýtt sé. 

Að laga Genmaicha te
Magn: 2-3 gr. í 150 ml. af vatni
Hiti vatns: 70-80°C
Látið telaufin liggja í 2-3mínútur
Hægt er að nota telaufin allt að þrisvar sinnum.

Allt te frá Moya er með lífræna laufblaðið sem er vottunarmerki ESB og hefur einnig fengið Tún vottun.

Sjá allar upplýsingar