Jurtaapótek
Morgunfrúarsmyrsli 50 gr. - Jurtaapótek
Morgunfrúarsmyrsli 50 gr. - Jurtaapótek
Því miður ekki til á lager
Græðandi og sveppadrepandi smyrsli. Milt en áhrifamikið alhliða smyrsli sem hentar öllum aldri, frábært á ungbarnabossann og aumar geirvörtur í brjóstagjöf og má nota alls staðar, nálægt augum og í slímhúð. Smyrslið er vírus- og bakteríudrepandi og einnig gott gegn sveppum, hvort sem er á tám, húðfellingum eða á kynfærum. Þetta má einnig nota upp í munn á ungbörnum með þrusku eða upp í leggöng. Gott á exem og þurra húð.
Innihald:Bývax (Cera flava) - Er rakagefandi, sótthreinsandi, vítamínríkt og kemur í veg fyrir að húðin tapi raka án þess að loka henni.Kakósmjör (Theobroma cacao) - Er rakagefandi, næringaríkt, græðandi og inniheldur mikið af andoxunarefnum.Shea smjör (Butyrospermum parkii) - Er mjög græðandi, bólgueyðandi, nærandi og rakagefandi. Morgunfrúarolía (Calendula officinalis) - Er bólgueyðandi, sótthreinsandi og róandi.
Notkun: Berist á húð eða slímhúð eftir þörfum.
Umbúðir: Glerkrukka og plastlok.
Framleitt af Jurtaapótekinu.
Deila
