Marseille sápa
Marseille sápa
Verð
1.390 kr
Verð
Söluverð
1.390 kr
Stykkjaverð
/
pr.
Marseille sápa er framleidd úr náttúrulegum hráefnum og án pálmaolíu. Hún er alhliða því hana má nota til að þvo þvott, í uppvask, á kroppinn, sem raksápu, sem blettahreinsir, til almennra heimilisþrifa, sem skordýrabana og jafnvel til tannhirðu.
Hægt að fá í 200 og 300gr. stykkjum og þú velur hvort hentar þér betur. 200 gr. er mjög hentug stærð í ferðalög.
Marseille sápan inniheldur lífræna olífuolíu og er mild fyrir húðina og getur jafnvel hjálpað til við meðhöndlun á ýmsum húðsjúkdómum og sýkingum.
Innihald: 70% lífræn ólífuolía, 30% kókosolía, vatn, sjávarsalt.
Umbúðir: Engar
Vinsamlegast athugið að sápustykkið getur orðið hvítt þegar það þornar. Það er fullkomlega eðlilegt og staðfestir gæði sápunar og þýðir að stykkið getur endst lengi. Það er saltið sem gerir sápuna hvíta ef hún þornar en hún verður aftur græn við notkun og helst græn ef hún er notuð daglega.
- Alhliða náttúruleg sápa
- Án pálmaolíu
- Plastlaus
- Umbúðalaus
- Framleidd í Marseille í Frakklandi