Mistur
Mala úr svörtu agati
Mala úr svörtu agati
Því miður ekki til á lager
Mala úr svörtu agati. Agat er öflugt hjálpartæki í hugleiðslu og heilun. Það jarðtengir og dregur úr ótta og streitu og stuðlar að andlegum styrk og stöðugleika. Agat er líka öflugur verndarsteinn.
Talið er að það að renna kringlóttu perlunum varlega gegnum fingur meðan farið er með möntrur hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu og ýti undir ró og jafnvægi.
Mala er upphaflega bænakeðja úr hindúisma og búddisma sem er notuð í hugleiðslu til að telja möntrur. Mantra er safn orða, oft úr sanskrít, sem er endurtekið nokkrum sinnum - venjulega 108 sinnum. Þar með einbeitir þú þér að merkingu og tíðni orðanna. Með því að þjálfa sjálfan þig í hugleiðsluæfingu eins og þessari öðlast hugsanir þínar hvíld og líkaminn slakar á.
Mölur geta verið úr kristöllum, perlum, bodhi fræjum eða einhverskonar viðartegund, snúran ætti að samanstanda af níu þráðum sem tákna Buddha Vajradhara og átta bodhisattvas. Stóra kúlan,sem er númer 109 táknar meistarann eða viskuna og skúfurinn táknar tengingu hvers og eins við uppsprettuna og hvert annað.
Best er að halda mölunni í hægri hendi, milli þumalfingurs og löngutangar eða þumals og baugfingurs. Forðist að nota vísifingur þar sem hann tengist egóinu og við viljum halda því utan við ástundunina. Byrjaðu á perlunni sem er næst meistara perlunni, hægra megin við hana.
Af hverju 108? Mölur hafa 108 perlur vegna þess að þessi tala hefur mikla vísindalega þýðingu í hindúa- og búddista hefð. Ummál sólar sinnum 108 er fjarlægðin milli sólar og jarðar og það sama á við um tunglið og jörðina. Það eru líka 108 nadis eða orkurásir í líkamanum. Það eru 54 sanskrít stafir, bæði karlkyns og kvenkyns, alls 108. Það eru 108 Puranas og 108 Upanishads (helg hindúa fræði) og svo mætti lengi telja.
Deila

