Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 6

Sol de Ibiza

Magic sun oil 30 ml.

Magic sun oil 30 ml.

Verð 3.250 kr
Verð Söluverð 3.250 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Sol de Ibiza Magic Sun oil er ný formúla sem sameinar varnareiginleika zinc oxid og endurnýjunar eiginleika eterískra olía og blóma extrakta. Þetta fjölnota zink húðkrem veitir breiða vörn (litrófsvörn) gegn UVA og UVB yfir daginn. Húðkremið undirbýr húðina fyrir sólina, ver hana fyrir skemmdum, endurnýjar og lagar eftir veru í sólinni.

Lokaðu augunum og láttu hugan reika til hlýrra og bjartra sumardaga á Ibiza með yndislegum ilmi af jurtum frá Miðjarðarhafinu, umvefjandi áhrifum af olíu úr greipaldinfræjum, Morgunfrúar blómaextrakt, Argan olíu, laxerolíu og jojoba olíu. 

30 ml.

Leiðbeiningar fyrir notkun:
Fyrst skal hrista, hrista, hrista og hrista svo örlítið í viðbót.
Berist á þurra húð. Nuddaðu mjúklega á andlit og líkama þangað til kremið hefur gengið vel inn í húðina. Finndu virkina í vítamínunum, andoxunarefnunum og næringunni um leið og þú andar að þér mildum ilminum.

Berist á eftir sturtu til að hjálpa húðinni að jafna sig eftir sól. Við mælum með að forðast að vera í beinni sól yfir heitasta tíma dagsins en ef þú þarft að vera úti, hvetjum við þig til að hærri vörn, sérstaklega á börnin.

Sol de Ibiza Magic oil húðkremið virkar á allan líkamann og er það öruggasta fyrir þig og jörðina okkar. 

  • Fyrir börn 3ja ára og eldri.
  • Varist að láta kremið berast í augu eða aðra slímhúð.
  • Berið oft á og sérstaklega eftir sund/sjó og ef um mikil svitamyndun á sér stað.

Húðfræðilega prófað.

Fyrir enn betri upplifun, mundu að brosa og njóta sólarinnar!

Innihald og ávinningur:
VITIS VINIFERA SEED OIL (Grape seed olía) endurnýjar húðina með háu C-vítamín innihaldi.

Argan olía (Argania spinosa kernel oil) er andoxandi og verndar allan líkamann.

Morgunfrúar blómaextrakt (Calendula flower extract) mýkir, endurnýjar og veitir húðinni raka. 

Sink oxíð er virka innihaldsefnið okkar: náttúruleg UVA og UVB sía með góðri húðvörn og styður við endurnýjun húðarinnar.

Laxer olía (Ricinus oil)  hefur andoxandi eiginleika, gefur raka, mýkir og verndar húðina.

Sojaolía er rík af E-vítamíni, Omega 3 og Omega 6 fitusýrum sem stuðla að endurheimt kollagens, eykur teygjanleika húðarinnar og dregur úr fínum línum og hrukkum.

Jójóbaolía er létt og rakagefandi olía. Hún hefur mjög græðandi eiginleika og endurnærir húðina eftir veru í sólinni.

BISABOLOL er virkt innihaldsefni úr Kamillu sem hefur sefandi áhrif á ertingu, roða og bólgur í húð og er þannig sérstaklega góð fyrir viðkvæma húð.

CAPRILIC TRIGLYCEDRIDES er samruni glycerol (plöntusykrur) og fitusýra (CFA) úr kókosolíu sem gefa silkimjúka áferð á húðina.

TOCOPHEROL er E-vítamín sem kemur úr grænmetisolíum. Það virkar bæði sem andoxunarefni og næring fyrir húðina auk þess að hafa bólgueyðandi eiginleika.

BETA-SITOSTEROL er fituefni sem bindur saman innihaldsefni og nærir húðina.

Innihaldsefni: Caprylic/capric þríglýseríð, greipaldinfræolía, sinkoxíð*, hydrogenated laxerolía/sebasísýra, sojaolía, arganolía*, Morgunfrúar blómaextrakt*, Bisabolol, Glyceryl behenate/eicosadioate,  jójóbaolía, Tókópherol, Beta-sitosterol, Squalene, Ilmur**Citral, limonene, geraniol, linalool, eugenol

* úr lífrænni ræktun

**úr náttúrulegum innihaldsefnum
36% Organic on total - 100% Natural origin on total

Umbúðir: Glerkrukka með áskrúfuðum áltappa, pappaaskja.

Framleitt á Spáni.

Sjá allar upplýsingar