Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 1

ENSC

Luxury nr. 1. Body butter

Luxury nr. 1. Body butter

Verð 3.175 kr
Verð Söluverð 3.175 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Leyfðu þér dásamlegan lúxus með þessu létta líkamssmjöri.

Með Luxury nr. 1 líkamssmjörinu verður kroppurinn eins og eftir bestu dekurferð. Í líkamssmjörinu eru aðeins náttúruleg hráefni ásamt ilmkjarnaolíum sem gera húðina yndislega mjúka, slétta og næra hana vel. Líkamssmjörið ýtir undir virkni hinna dásamlegu ilmkjarnaolía sem eru í smjörinu. Léttur ilmur af sítrus með keim af lime og negul, hlýjum tónum af sætri appelsínu, Frankincense og myrru, lavender og rose geranium.

Þetta náttúrulega líkamssmjör er skemmtileg blanda fyrir skynfærin og sérfræðingar ENSC blönduðu hér saman lífrænu jómfrúar shea smjöri, kókosolíu, upprunavottaðari vistvænni pálmaolíu og bývaxi til að hjálpa til við að draga úr hrukkum og ójöfnum húðlit en um leið auka þéttleika húðarinna, mýkt og teygjanleika. Límónu ilmkjarnaolían dregur úr öldrun og er bólgueyðandi og myrran, frankincense og lavender örva endurnýjun fruma og framleiðslu kollagens.

Verndaðu og nærðu líkamann þinn með snert af lúxus og umvefðu þig dásamlegum ilm. Með notkun á Lúxus nr. 1, þeytta líkamssmjörinu róarðu húðina, mýkir og eykur teygjanleika hennar.

  • Náttúruleg litarefni
  • Án rotvarnarefna og ilmolía 
  • Smýgur hratt inn í húðina
  • Mildur ilmur
  • Ábyrg framleiðsla
  • 100% náttúrulegt
  • Handunnið í Skotlandi
  • Ekki prófað á dýrum
  • Endurnýtanlegar umbúðir

Innihald og virkni

Óhreinsað lífrænt jómfrúar shea smjör vegna þeirra eiginleika að veita húðinni lúxus næringu ásamt raka þar sem það inniheldur mikið magn af náttúrulegum vítamínum og fitusýrum sem eru góðar og endurnærandi fyrir þreytta húð.
Kókosolía síast inn um svitaholurnar og veitir þannig djúpan raka. Laurínsýran sem er í kókosolíunni hefur virka bakteríudrepandi eiginleika sem hjálpa til við að bæta náttúrulegan ljóma húðarinnar.
Upprunavottuð lífræn pálmaolía fyrir náttúrulega uppsprettu A,C og E vítamína ásamt beta keratin sem er öflugt andoxunarefni og drepur sindurefni sem leitt geta til ótímabærrar öldrunar með því að eyðileggja húðfrumur.
Bývax til verndar ysta lagi húðarinnar sem verndar okkur fyrir skaðlegum umhverfisáhrifum. Það dregur einnig úr þurrki með því að halda rakanum í húðinni.
Franskt Lavender hefur öfluga bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika ásamt því að vera ofur róandi fyrir húðina.
Rose geranium hjálpar til við að viðhalda jafnvægi á náttúrulegri fituframleiðslu húðarinnar. Dregur úr sýnileika slapprar húðar, stuðlar að því að ör og önnur lýti dofna hraðar ásamt því að róa og endurnæra.
Ilmkjarnaolía úr sætum appelsínum hefur þá eiginleika að vera bólgueyðandi og sótthreinsandi.
Límónuolía inniheldur mikið magn af limonene, náttúrulegu andoxunarefni sem m.a. hjálpar til við að fjarlægja sindurefni úr húðfrumum og dregur þannig úr öldrunarmerkjum eins og sólblettum, fínum línum og hrukkum, Hjálpar jafnframt til við að styrkja húðina.
Frankincense ilmkjarnaolía hefur bólgueyðandi áhrif sem stuðlar að sléttari húð og er áhrifarík og náttúrulegt bólu- og hrukkuvarnar efni. Hún meðhöndlar þurra húð og hjálpar til við að dragar úr hrukkum, öldrunarblettum, örum og slitförum.
Negulolía inniheldur flavonóíða sem hafa öfluga bólgueyðandi eiginleika.
Myrra dregur úr þurrki í hársverði og hári, róar húðina ásamt því að draga úr bólgum en stuðlar jafnframt að teygjanleika húðarinnar og er græðandi fyrir sár og húðbletti.

Innihald ilmkjarnaolía:
* Citronellol, Geraniol, Limonene, Linalool Eugenol,

Innihald: 100 ml

Notkun
Eftir góða dekurstund í baði, gefðu þér smástund til viðbótar til að bera á þig mjúkt og kremkennt Lúxus nr. 1 líkamssmjörið. Berðu smjörið mjúklega á þig og byrjaðu á þeim stöðum sem þarfnast mestrar athygli. Berðu svo á restina af kroppnum með mjúkum strokum.

Sjá allar upplýsingar