ENSC
Luxury nr.1 handáburður í föstu formi
Luxury nr.1 handáburður í föstu formi
Því miður ekki til á lager
- Lúxus handáburður sem klístrast ekki og gefur húðinni langvarandi næringu.
- Aðeins hreinustu innihaldsefni
- Inniheldur aðeins náttúruleg litarefni. Án rotvarnarefna og ilmolía.100% náttúrulegt
- Handunninn í Skotlandi
- Handáburður í föstu formi sem má ferðast með
- Ekki prófað á dýrum
- Endurnýtanlegar umbúðir
Stærð handáburðar: 6,5 x 4 x 2 cm.
Stærð dósar: 9,5 x 6 x 2,5 cm.
50 gr.
Innihald og virkni.
Bývax sem vörn gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Hjálpar til við að draga úr þurrki með því að halda raka inni í húðinni.
Kakósmjör inniheldur nauðsynlegar fitusýrur sem næra og vökva húðfrumur um leið og það veitir vernd gegn krefjandi umhverfisaðstæðum, skemmdum af völdum sólarljóss og sindurefnum.
Kókosolía býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum, nærir húðina, bætir heilbrigði hennar og eykur ljóma og styrkir náttúrulega fegurð hennar.
Franskt Lavender hefur öfluga bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika ásamt því að vera ofur róandi fyrir húðina.
Rose geranium hjálpar til við að viðhalda jafnvægi á náttúrulegri fituframleiðslu húðarinnar. Dregur úr sýnileika slapprar húðar, stuðlar að því að ör og önnur lýti dofna hraðar ásamt því að róa og endurnæra.
Appelsínu (sæt) ilmkjarnaolía hefur bólgueyðandi virkni og sótthreinsandi eiginleika.
Límónuolía inniheldur mikið magn af limonene, náttúrulegu andoxunarefni sem m.a. hjálpa til við að fjarlægja sindurefni úr húðfrumum og dregur þannig úr öldrunarmerkjum eins og sólblettum, sléttir úr fínum línum og hrukkum og hjálpar þannig til við að styrkja húðina.
Frankincense ilmkjarnaolía hefur bólgueyðandi áhrif sem stuðlar að sléttari húð og er áhrifaríkt og náttúrulegt bólu- og hrukkuvarnarefni. Það meðhöndlar þurra húð og dregur úr hrukkum, öldrunarblettum örum og slitförum.
Negulolía inniheldur flavonóíða sem hafa öfluga bólgueyðandi eiginleika.
Myrra dregur úr þurrk í hársverði og hári, róar húðina ásamt því að draga úr bólgu en stuðlar jafnframt að teygjanleika húðarinnar og er græðandi fyrir sár og húðbletti.
Notkun
Þegar þú tekur handáburðinn úr umbúðunum, nuddaðu stykkinu varlega yfir lófa og handarbök, rétt eins og þú gerir með handsápu og leggðu áherslu á þurrkasvæði.
Þegar þú nuddar kreminu á húðina, beittu smá þrýsting til að hita vefinn undir yfirborði húðarinnar og örva blóðráðsina. Njóttu nuddsins, áferðarinnar og ilmsins.
Ef tíminn leyfir, dekraðu við þig og gefðu sjálfri/sjálfum þér smá auka handanudd sem er fljótleg og slakandi leið til að bæta liðleika í fingrum og úlnlið, auka blóðflæði og draga úr verkjum í vöðvum og liðum.
Deila
![Luxury nr.1 handáburður í föstu formi](http://mistur.is/cdn/shop/products/Luxury_910_3.png?v=1616315710&width=1445)