Lúffa - sápuundirlag
Lúffa - sápuundirlag

Lúffa - sápuundirlag

Venjulegt verð 780 kr

Náttúruleg lúffa fyrir sápuna til að hvíla á á milli þess sem hún er í notkun. Handsápa, hársápa og uppþvottasápukubbar eiga heima á svona þunnu undirlagi því það lengir líftíma þeirra að þorna á milli þess sem þær eru í notkun. Svo þegar mikil sápa hefur safnast í lúffuna er um að gera að nota hana til að skrúbba vaskinn, skola síðan vel og láta hana síðan taka aftur til við fyrri störf, þ.e. að vera sem undirlag.

Þessa þunnu lúffu má jafnframt nota í andlitið en við mælum með nota hana mjúklega á viðkvæmum svæðum.

Stærð u.þ.b. 8 x 10 cm

Framleidd úr loofah plöntu sem vex í Evrópu

Jarðgeranleg og niðurbrjótanleg

Umbúðir: Endurvinnanlegur pappírsmiði.


Deila þessari vöru


Meira úr þessum vöruflokki