Eco Bath London
Lúffa með bandi - Eco Bath London
Lúffa með bandi - Eco Bath London
Því miður ekki til á lager
Þeir sem þekkja lúffu og nota hana á kroppinn þá er þetta þægileg lausn þar sem þessi lúffa kemur í bandi þannig að hægt er að hengja hana upp í sturtunni eftir notkun.
Lúffu má nota bæði á kroppinn og til almennra þrifa.
Fyrir kroppinn hentar hún vel til að fjarlægja dauðar húðfrumur og endurlífgar húðina.
Til almennra heimilisþrifa má m.a. nota lúffu í uppvask og sem skrúbb í staðin fyrir svamp.
Heimaræktuð, handvalin og fljótþornandi lúffa.
Látið lúffuna þorna vel á milli þess sem hún er notuð til að koma í veg fyrir myglu þó svo að í lúffunni finnast mótefni gegn myglu vexti.
Um lúffu
Lúffa er klifurjurt sem er náskyld graskerjum, gúrkum og kúrbít og hefur stundum verið kölluð diska-vínviður og er það tilvísun í svampkennda eiginleika hennar. Í lúffu ættkvíslinni eru sex tegundir og eru þær mikið ræktaðar til matar og til notkunar sem svampur, enda hefur lúffa verið notuð í baðherbergjum og eldhúsum í aldaraðir.
Stærð um það bil 12,5 cm. löng
Uppruni: Tyrkland
Deila
