Lúffa, heil
Lúffa, heil
Lúffa, extra stór
Hér er komin lúffa í öllu sínu veldi og þessi er ræktuð á litlum bæ á frjósömu svæði í Antíokkíu í suður Tyrklandi. Lúffu má nota bæði á kroppinn og til almennra þrifa.
Fyrir kroppinn: Þessi stóra hentar vel til að skrúbba bakið og eins hentar hún vel til að fjarlægja dauðar húðfrumur og endurlífgar húðina.
Til almennra heimilisþrifa má m.a. nota lúffu í uppvask og sem skrúbb í staðin fyrir svamp.
Heimaræktuð, handvalin og fljótþornandi lúffa.
Látið lúffuna þorna vel á milli þess sem hún er notuð til að koma í veg fyrir myglu þó svo að í lúffunni finnast mótefni gegn myglu vexti.
Um lúffu
Lúffa er klifurjurt sem er náskyld graskerjum, gúrkum og kúrbít og hefur stundum verið kölluð diska-vínviður og er það tilvísun í svampkennda eiginleika hennar. Í lúffu ættkvíslinni eru sex tegundir og eru þær mikið ræktaðar til matar og til notkunar sem svampur, enda hefur lúffa verið notuð í baðherbergjum og eldhúsum í aldaraðir.
Stærð um 50 cm. löng
Uppruni: Tyrkland
Umbúðir: Þunn plastfilma sem við tökum sennilega af áður en við afhendum.